Yfir 90 manns líklega fastir undir brakinu

Ritstjórn mbl.is

2025-03-29 10:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fleiri en 90 manns eru líklega fastir undir leifum fjölbýlishúss í borginni Mandalay í Mjanmar sem eyðilagðist í jarðskjálfta, sögn talsmanns Rauða krossins. Tólf hæða byggingin Sky Villa Condominium er meðal þeirra sem urðu verst úti í skjálftanum, sem mældist 7,7 stærð.

Níu manns eru látnir og 44 hefur verið bjargað lifandi, sagði talsmaður Rauða krossins við blaðamann AFP.

Fleiri en 90 manns gætu verið inni. Við erum enn safna gögnum þar sem fólk heldur áfram tilkynna okkur það leita týndu fjölskyldumeðlimum sínum.

Raunverulegt umfang rétt farið koma í ljós

Yfir 1.000 manns hafa látist í kjölfar skjálftans en fjarskipti eru illa farin og raunverulegt umfang hamfaranna er rétt byrja koma í ljós.

Þetta er stærsti skjálfti landsins í áratugi og Mandalay, sem er næststærsta borgin með rúmlega 1,7 milljónir íbúa, hefur orðið illa úti.

12 hæðir Sky Villa Condo hrundu niður í sex vegna skjálftans, sprungnir pastelgrænir veggir efri hæða sátu á muldum leifum neðri hæðanna.

Björgunarsveitarmenn klöngruðu yfir rústirnar og fjarlægðu rústir og brak af vandvirkni með höndunum þegar þeir reyndu búa til útgönguleiðir fyrir þá sem voru inni.

Nafnalisti

  • Mandalayborg
  • Sky Villa Condominium
  • Sky Villi Condo

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 207 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,82.