Elín Klara semur við Sävehof í Svíþjóð
Óðinn Svan Óðinsson
2025-03-06 09:30
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Handknattleiksdeild Hauka greindi frá því í morgun að félagið hefði komist að samkomulagi við IK Sävehof um að Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka gangi til liðs við IK Sävehof núna í sumar. Elín sem semur við liðið til þriggja ára klárar tímabilið með Haukum og flytur til Svíþjóðar í sumar.
Besti leikmaður deildarinnar
Elín sem varð bikarmeistari með Haukum um síðustu helgi lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hauka í febrúar 2020 þá 15 ára gömul. Strax 16 ára gömul var hún svo orðin lykilmaður í liðinu og hefur verið valin besti leikmaður deildarinnar undanfarin 2 tímabil. Elín Klara hefur í vetur skorað 129 mörk og átt 78 stoðsendingar fyrir Haukaliðið, í 16 leikjum.
„Heiður fyrir Hauka“
„Það verður söknuður af Elínu Klöru á Ásvöllum en einnig tilhlökkun að sjá hana spreyta sig á nýjum vígstöðum. Einnig er það heiður fyrir Hauka að senda enn einn leikmanninn úr sínu starfi í atvinnumennsku,“ segir í tilkynningu frá Haukum.
Sænska liðið virðist hrifið af leikmönnum sem leika í Olís deildinni hér heima því Elín Klara er annar Íslendingurinn í þessari viku sem Sävehof nælir í því tilkynnt var á þriðjudaginn að Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar fer til félagsins nú í sumar, líkt og Elín Klara.
RÚV/Mummi Lú
Nafnalisti
- Birgir Steinn Jónssonleikmaður Gróttu
- Elín Klara ÞorkelsdóttirHaukakona
- IK Sävehofsænskt lið
- Mummi Lúljósmyndari
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 211 eind í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
- Margræðnistuðull var 1,63.