Hamas reiðubúin til að frelsa gísla í skiptum fyrir vopnahlé
Grétar Þór Sigurðsson
2025-03-29 20:45
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Hamas-samtökin hafa fallist á frelsun gísla í skiptum fyrir 50 daga vopnahlé. Í frétt Reuters segir að Khalil al-Hayya aðalsamningamaður Hamas hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum.
Tillagan kveður á um að fimm gíslar verði frelsaðir í viku hverri, hefur Reuters eftir ónefndum heimildarmanni.
Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt fram móttillögu í samvinnu við Bandaríkin.
Í síðustu viku hóf Ísraelsher árásir á Gaza að nýju. Samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum hafa yfir 900 fallið í árásum Ísraelshers síðan þá. Í dag hóf Ísraelsher svo landhernað að nýju á Gaza. Að því er segir í frétt Al Jazeera var tilgangurinn sá að stækka öryggissvæði hersins á suðurhluta Gaza.
Heilbrigðisyfirvöld segja 24 hafa farist í árásum á Gaza í dag.
Nafnalisti
- Khalilháttsettur meðlimur Shi‘ ite Amal hreyfingarinnar og mikill stuðningsmaður vígahópsins Hezbollah
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 132 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,77.