Viðskipti

Gæti þýtt allt að þreföldun veiðigjalda

Ritstjórn mbl.is

2025-04-02 14:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins varar við alvarlegum afleiðingum þeirra áforma stjórnvalda hækka veiðigjöld og kolefnisgjöld á sjávarútveginn. Fyrir Ísfélagið gæti þetta þýtt þreföldun veiðigjalda sökum þess hvað við veiðum mikið af uppsjávarfiskiþetta eru háar upphæðir sem hafa bein áhrif á rekstur, fjárfestingar og störf í sjávarútvegi, segir hann.

Félagið, sem rekur útgerðir og vinnslu í Vestmannaeyjum, Fjallabyggð og á Þórshöfn, er stórt í uppsjávarfiski og því sérstaklega viðkvæmt fyrir loðnubresti. Stefán segir núverandi stefna stjórnvalda sendi röng skilaboð til fyrirtækja sem hafa verið fjárfesta í nýsköpun og sjálfbærni. Það blasir við verið slátra mjólkurkúnnisjávarútvegurinn skilar miklum verðmætum til þjóðarbúsins og til samfélaga á landsbyggðinni bæði beint og óbeint. Í stað þess hlúa greininni stendur til refsa henni með skattahækkunum.

Ársuppgjör Ísfélagsins fyrir árið 2024 sýnir hagnaður félagsins eftir skatta nam 16,1 milljón bandaríkjadala eða um 2,2 milljörðum króna, sem er um 60% samdráttur frá árinu áður. Þá voru tekjur félagsins 171 milljón dala eða 23,6 milljarðar króna, og EBITDA-framlegð lækkaði úr 30,7% í 28,2%. Stefán segir þetta endurspegla fyrst og fremst loðnuleysi og erfitt ár í makrílveiðum.

Loðnan er ein af grunnstoðum rekstrarins hjá okkur. Þegar hún bregst, og makrílvertíðin gengur illa, þá er erfitt vega það upp, þótt verð á bolfiski hafi hækkað, segir hann. Hann bendir einnig á lýsisverð hafi lækkað verulega á mörkuðum, sem hafði áhrif á afkomu uppsjávarvinnslunnar.

Heildarafli félagsins nam um 78.600 tonnum, þar af voru 23.800 tonn af bolfiski og 54.800 tonn af uppsjávarfiski. Framleiddar bolfisk- og rækjuafurðir voru rúmlega 15.000 tonn, frystar uppsjávarafurðir tæplega 17.500 tonn og mjöl og lýsi tæplega 14.400 tonn.

Sjávarútvegurinn burðarás

Stefán bendir á sjávarútvegurinn burðarás í mörgum landsbyggðarsamfélögum.

Við erum með starfsemi í samfélögum þar sem sjávarútvegurinn skiptir miklu máli. Þegar skattar og álögur aukast svona mikið dregur úr getu okkar til halda áfram fjárfesta og skapa aukin verðmæti, segir Stefán.

Ísfélagið hefur síðustu ár fjárfest umtalsvert. Á árinu 2024 hóf nýtt ísfiskskip, Sigurbjörg, veiðar og frystiklefi á Þórshöfn er við það klárast. Þá er í undirbúningi rafvæðing fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum.

Við viljum nýta græna orku og vera hluti af orkuskiptunum, en raforka fyrir þennan iðnað er einfaldlega ekki til staðar í nægilegu magni næstu ár, segir hann.

Samhliða veiðigjöldum hefur ríkisstjórnin boðað frekari hækkun kolefnisgjalds. Það mun bitna hart á sjávarútveginum. Stefán segir það þversagnakennt leggja auknar álögur á grein sem hefur staðið sig vel í sjálfbærnivinnu.

Við höfum fjárfest í nýjum skipum sem eru hagkvæmari og losa minna kolefni, það hefur orðið þróun í veiðarfærum og þau orðið léttari, fiskimjölsverksmiðjur hafa verið rafvæddar en þrátt fyrir þetta eigum við borga hærra kolefnisgjald án þess eiga möguleika á leita grænna lausna, segir hann.

Hann bendir einnig á orkuskipti í sjávarútvegi séu flókin og krefjist langtímastefnu og innviða.

Þú breytir ekki skipum yfir í græna orku á einni nóttu, og það er langt í hægt verði rafmagnsvæða skipaflotann á Íslandi. Við þurfum samvinnu, hvata og raunhæfa sýn, ekki refsiskatta. segir Stefán.

Í árslok 2024 námu heildareignir Ísfélagsins 778 milljónum dala, og eiginfjárhlutfallið var sterkt, eða 70,8%. Vaxtaberandi skuldir voru 90,7 milljónir dala. Stefán segir staða félagsins traust, en óvissan vegna aukinna gjalda kalli á farið varlega í nýjar fjárfestingar.

Við klárum þau verkefni sem eru í gangi, en þeim loknum munum við halda okkur höndum, bætir hann við.

Samkvæmt ársuppgjörinu lækkaði handbært félagsins um 6,8 milljónir dala og var 36 milljónir í árslok. Fjárfestingarhreyfingar ársins voru neikvæðar um rúmlega 40 milljónir dala.

Greinin birtist í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Nafnalisti

  • EBITDA-framlegð27,6 prósent
  • Sigurbjörgformaður Vitafélagsins-íslenskrar strandmenningar og líka norrænu strandmenningarsamtakanna
  • Stefán Friðrikssonframkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja
  • ViðskiptaMogganummiðvikudagur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 663 eindir í 37 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 37 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.