Úrslitin högg fyrir Trump

Ritstjórn mbl.is

2025-04-02 13:49

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump Bandaríkjaforseti varð fyrir höggi þegar íbúar í Wisconsin í Bandaríkjunum kusu frjálslyndan dómara í hæstarétt ríkisins.

Þetta gerðist þrátt fyrir auðkýfingurinn Elon Musk, sem er einnig náinn ráðgjafi forsetans, hefði eytt 25 milljónum dala, sem jafngildir um 3,3 milljörðum króna, til reyna hafa áhrif á úrslitin.

Frjálslyndi dómarinn Susan Crawford sigraði Brad Schimel með yfirburðum þegar meira en 95 prósent atkvæða höfðu verið talin. Schimel er stuðningsmaður Trumps.

Réttlætið sigraði

Wisconsin reis á fætur og sagði hátt og skýrt réttlætið hefur ekki verðmiða, sagði Crawford í sigurræðu sinni, en þetta voru dýrustu dómarakosningar í sögu Bandaríkjanna.

Repúblikanar höfðu lagt allt kapp á snúa niðurstöðunni sér í vil en án árangurs. Musk heimsótti m.a. ríkið auk þess leggja til fyrrgreinda fjárhæð.

Musk sakar vinstrið um svindl

Langtímasvindl vinstri manna er spilling innan dómskerfisins, sagði Musk í færslu sem hann birti á samfélagsmiðli sínum X eftir niðurstaðan varð ljós.

Nafnalisti

  • Brad Schimel
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Elon Muskforstjóri
  • Susan Crawford

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 164 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.