Viðskipti

„Al­gjör­lega brjál­æðis­legt að sjá“

Magnús Jochum Pálsson

2025-03-06 09:46

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á greiða sér brjálæðislega laun en vinna stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér miða við í viðræðum.

Friðjón R Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á launum nýs borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, í pontu í borgarstjórn í vikunni.

Þar sagði hann ofan á borgarstjóralaunin sem eru um 2,6 milljónir bætist um 155 þúsund vegna starfskostnaðar, um 230 þúsund vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og um 850 þúsund vegna formennsku í Sambandi Íslenskra sveitarfélaga.

Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis ræddu í gær við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um borgarstjóralaunin, nýja kjarasamninga við kennara og samninga starfsfólks á hjúkrunarheimilum.

Hvernig varð þér við heyra af þessum launum og tölum?

Ég og félagar mínar í stjórn Eflingar vorum spjalla um þetta í dag og við erum frekar sjokkeruð. Okkur finnst þetta eiginlega algjörlega brjálæðislegt sjá, sagði Sólveig.

Þú þekkir til neðar í launastiganum hjá Reykjavíkurborg. Er hægt bera þetta saman með einföldum hætti?

Ef við skoðum til dæmis laun láglaunakvennanna hjá borginni þá eru þessar sirka þrjár milljónir sem borgarstjóri fær fyrir sinna því starfi, sem eru þá launin, þessi starfskostnaður og til viðbótar við það mjög fjárhæð vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. Þá eru þetta rúmlega þrjár milljónir og meira en sexföld laun láglaunakvennanna sem starfa hjá borginni, meðal annars á leikskólunum, sagði Sólveig.

Viðvarandi niðurskurður samhliða ofurlaunum stjórnenda

Aðspurð sagðist Sólveig ekki vita í hverju starfstengdur kostnaður borgarstjóra fælist.

Vegna þess svo kemur þarna fram borgarstjóri hefur líka embættisbíl til umræðu. Hvað er starfskostnaðurinn? Er það sími? Er það internet? Það er allavega ekkert sem mér dettur í hug sem gæti komist nema afskaplega stutta leið upp í þenna 155 þúsund kall, sagði hún.

Á sama tíma og þetta viðgengst skulum við átta okkur á því það hefur verið viðvarandi niðurskurður, til dæmis eins og inni í leikskólunum, bætti hún við. niðurskurður hafi áhrif á börnin, starfsaðstæður og starfsfólk leikskólanna.

Mun þetta áhrif þegar þið farið semja aftur við borgina?

Auðvitað hefur allt áhrif og það er ótrúlegt sjá hvernig opinbera yfirstéttin fer fram með þeim hætti sem hún gerir. Það er eins og fólk hafi engan áhuga á því koma því vinna stöðugleika á vinnumarkaði og í samfélaginu. Það virðist miklu frekar vilji til þess borga sjálfum sér alveg brjálæðislega laun og láta það svo bara koma í ljós hvernig verkafólki gengur í kjarasamningsviðræðum, sagði Sólveig.

Hún sagði í síðustu kjarasamningsviðræðum við borgina hefði Efling fylgt út í eitt stefnu sem félagið hafði markað í kjarasamningum á almennum markaði og verið með kröfur um hófstilltar launahækkanir.

Við þurftum hafa mikið fyrir því borgina til þess samþykkja aðrar kröfur sem snerust um úrbætur inni á vinnustöðunum og um aukin undirbúningstíma fyrir starfsfólk leikskólanna. Þar var borgin aldeilis ekki á því gefa sig fyrr en þau áttuðu sig á því það var ekki annað hægt. Það var ekki eins og þau settust við samningaborðið við okkur og væru tilbúin til þess veita okkur allt sem við töldum okkur eiga inni, langt því frá, sagði hún.

Sér ekki sparnaðinn

Hagræðingarhópur stjórnvalda lagði til áminningarskylda yrði lögð af og kjör opinberra starfsmanna yrðu jöfnuð við almenna markaðinn. Forsvarsfólk BSRB, BHM og gagnrýndu í sameiginlegri yfirlýsingu tillöguna og sögðu hana vanvirðingu við starfsfólk.

Ætti jafna kjör opinberra starfsmanna og þeirra sem starfa á almennum markaði?

Þegar kemur kjörum launum verka- og láglaunafólks þá væri auðvitað betra jafna þau í hina áttina, færa verkafólkinu á almenna markaðnum eitthvað af þeim umframkjörum sem tíðkast á opinbera markaðnum, sagði Sólveig.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefði til mynda oft bent á ólíkt öllum á opinbera markaðnum væri verkafólk í Eflingu og SGS ekki komið með styttingu vinnuvikunnar. Ég ekki alveg hvernig þetta í sjálfu sér á spara einhverja fjármuni, sagði hún.

Það var auðvitað önnur tillaga þarna inni sem er þegar búin hlaupa illu blóði í verkalýðshreyfinguna, bæði opinbera og almenna arminn, sem er það setja inn pælingar um útvíkkun á heimildum ríkissáttasemjara sem einhverja sérstaka sparnaðartillögu. Þar er mjög langt seilst og eiginlega ótrúlegt skella þessu svona fram inni í einhverjum hagræðingartillögum, sagði Sólveig.

Í hverju felast þær tillögur?

Hugmyndin er með því útvíkka heimildir ríkissáttasemjara, sem er mikið áhugamál efnahagslegrar valdastéttar hér á þessu landi, þá hægt temja verkalýðshreyfinguna og minnka þá getu til þess halda úti verkföllum. Knýja á um það leggi ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu þá einfaldlega skylda senda hana í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki jafnvel þó samninganefnd umrædds félags vilji alls ekki það gert, sagði Sólveig.

Við í Eflingu fórum í mikil átök út af akkúrat svoleiðis máli og hvernig í ósköpunum þetta á spara ríkinu fjármuni er algjörlega óskiljanlegt, sagði hún.

Umframhækkanir fyrir einn útvalinn hóp

Eftir kennarar samþykktu nýja kjarasamninga nýverið hafa margir viðrað þær áhyggjur það muni leiða til aukinna hækkana þvert á ýmsa hópa.

Hefur þú áhyggjur af því?

Ég hef ekki beint áhyggjur af höfrungahlaupi en það sem er leitt fyrir okkur í Eflingu sjá er við undirrituðum kjarasamninga á almenna markaðnum sem voru með þessu hófstilltu hækkunum og það gerðum við til þess taka þátt í því verkefni niður verðbólgu og svo vöxtum, sagði Sólveig.

Þau hafi haldið sig við þá línu í öllum þeim kjarasamningum sem Efling undirritaði í kjölfarið við aðallega opinbera launagreiðendur.

erum við í þeirri stöðu þessir sömu opinberu launagreiðendur virðast hafa tekið upp nýja launastefnu með miklum umframhækkunum fyrir einn útvalinn hóp, sagði Sólveig.

Erfitt sannfæra ómissandi starfsfólk um hófleg laun

Hún sagði Eflingu vera með risastóran hóp mestmegnis kvenna sem starfi á hjúkrunarheimilum. Félagið hafi þar verið með forsenduákvæði í samningi sem gerði það verkum félagið gat sagt samningnum upp ef ekki kæmu fram fullnægjandi tillögur um úrbætur í mönnun.

Það er staðan núna, það hafa ekki komið fullnægjandi tillögur um úrbætur í mönnun á hjúkrunarheimilunum þannig við höfum tilkynnt viðsemjendum okkar um það við ætlum segja samningum upp 1. apríl sem þýðir við verðum með lausa kjarasamninga 1. maí næstkomandi, ekki þá undir friðarskyldu, sagði Sólveig.

Það verður afskaplega erfitt fyrir mig sem formann félagsins fara í mitt bakland, þennan stóra hóp ómissandi starfsfólks og sannfæra þær um þær eigi halda áfram fylgja hóflegu launastefnunni á meðan aðrir hópar hafi fengið miklu hærri hækkanir. Ég satt best segja ekki hvernig það á vera hægt, sagði hún.

Verða þessir samningar við kennarana nýtt viðmið í næstu viðræðum?

Við getum ekki annað þar sem þarna erum við semja við opinbera launagreiðendur. Við erum semja við hjúkrunarheimilin en þau eru auðvitað fjármögnuð af ríkinu. Við getum ekki fallist á það við eigum ekki skoða hvað um var samið við kennara og mögulega gera þá það okkar nýja viðmiði, sagði Sólveig.

Ef við skoðum þetta ekki þá erum við ekki standa okkur sem helstu baráttusamtök verkafólks á þessu landi, sagði hún lokum.

Nafnalisti

  • Formaður EflingarSólveig Anna Jónsdóttir
  • Friðjón R FriðjónssonSjálfstæðismaðurinn
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Sólveig Anna Jónsdóttirfyrrverandi formaður Eflingar
  • Vilhjálmur Birgissonformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1319 eindir í 60 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 56 málsgreinar eða 93,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.