Heilsa og lífsstíll

Ekki til peningar fyrir skólagöngu

Guðrún Hálfdánardóttir

2025-03-30 07:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Taugaveiki hefur ekki greinst á Íslandi í meira en áratug og þá var það ferðamaður sem kom sýktur hingað til lands. Aftur á móti kom taugaveiki upp ítrekað hér á landi á árum áður, þar á meðal í Flatey á Skjálfanda.

Guðrún Hálfdánardóttir fjallar um lífið í Flatey og fleiri afskekktum byggðum í þáttaröðinni Tilraun sem stóð í þúsund ár á Rás 1.

Alvarlegasti taugaveikifaraldurinn braust út í Flatey um miðjan október 1935 og var lengst af takmarkaður við vestari byggðina sem taldi sex bæi. Þar voru þrír brunnar og sóttu heimilin vatn sitt í þá. Einn þeirra bilaði undir lok september og það var ekki gert við hann fyrr en þremur eða fjórum vikum síðar og á því tímabili sóttu flestir bæirnir vatn í sama brunninn.

Feðginin og smitsjúkdómalækarnir Bryndís og Sigurður Guðmundsson. RÚV/Guðrún Hálfdánardóttir

Feðginin Bryndís Sigurðardóttir og Sigurður Guðmundsson eru bæði smitsjúkdómalæknar. Hún starfar á Landspítalanum og Sigurður er mestu sestur í helgan stein en hann var landlæknir um árabil.

Þau segja taugaveiki sýking af völdum bakteríunnar salmonella enterica og með undirnafnið typhi. Í dag er hún auðlæknanleg ólíkt því sem var áður en sýklalyf komu til sögunnar.

Bryndís segir einungis mannfólk fái taugaveiki og bakterían smitist ekki beint á milli manna heldur gegnum sýkt vatn og matvæli. Taugaveiki hefur herjað á fólk árþúsundum saman en í dag er hún einkum í löndum þar sem aðgangur hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu er bágborinn. Til mynda í Asíu, Suður- og Mið-Ameríku. Áætlað er hátt í tuttugu milljón smit greinist árlega í heiminum. Áður fyrr létust um 1020 af hundraði þeirra sem veiktust en í dag er þessi tala komin undir 1%.

Sigurður segir ekki séu til góðar heimildir um sögu taugaveiki á Íslandi en síðasti faraldurinn hafi öllum líkindum verið í Flatey á Skjálfanda um miðjan fjórða áratuginn. var mjög alvarlegur og það tók töluverðan tíma finna út hver var smitberinn.

Svelti talið besta lækningin

Sýklalyf voru ekki komin til Íslands á þessum tíma og svelti var talið besta lækningin. Sigurður segir það sláandi aldrei hafi komið til tals senda fárveika Flateyinga á Landspítalann sem var samt sem áður tekinn til starfa. Hann bendir á það aðeins einn mannsaldur síðan þetta var.

Taugaveikin lagðist einkum á þrjá bæi: Miðgarða, Garðshorn og Baldurshaga. Í Miðgörðum veiktist meirihluti barnanna og voru þrjú þeirra meira og minna rænulaus vikum saman með yfir 40 stiga hita. Enginn læknir var í Flatey þannig faðir þeirra réri til Húsavíkur til sækja lækni. Læknirinn börnin voru smituð af taugaveiki og lækningin væri gefa þeim lítið sem ekkert borða og til forðast frekari smit yrði setja þau í sóttkví og gæta þess sótthreinsa vel.

Skinnlaus af þvottun og sótthreinsun

Pabbi kom heim um nóttina og hafði þá meðferðis stóran og mikinn 20 lítra brúsa. Í honum var sótthreinsunarefni sem móðir mín átti nota þegar hún sinnti okkur, svo og til verja sjálfa sig. Varð hún, er stundir liðu, skinnlaus upp öxlum af þvottum og stöðugri sótthreinsun, segir í lýsingu Sigurbjargar Sigurjónsdóttur sem veiktist alvarlega í faraldrinum.

Lýsingar á veikindastríði barnanna er sláandi og er fjallað um það í þriðja þætti Tilraunar sem stóð í þúsund ár.

Afkomendur Þuríðar og Sigurpáls í Baldurshaga hafa gert húsið upp á undanförnum árum en Þuríður flutti á Húsavík 1967 þegar byggð lagðist af í Flatey á Skjálfanda. RÚV/Guðrún Hálfdánardóttir

Í faraldrinum í Flatey lést einn þeirra sem sýktust, Sigurpáll Jensson útvegsbóndi í Baldurshaga. Hann var 43 ára og eftir stóð Þuríður Jónsdóttir eiginkona hans ein með fimm börn.

Yngst var Guðrún Edith, sem var eins árs þegar faðir þeirra lést. Hún er eina af systkinahópnum sem er enn á lífi. Líf móður hennar var erfitt, sögn Guðrúnar. Hún gekk í barnaskóla í Flatey en honum loknum biðu hennar ekki mörg tækifæri til frekara náms.

Ég náttúrulega þráði læra eins og aðrir unglingar í eyjunni. Þeir fóru í Laugaskóla en það var ekki til peningur hjá ekkjunni í Baldurshaga fyrir skólagöngu, segir Guðrún.

En nágrannar fjölskyldunnar í Baldurshaga komu Guðrúnu til aðstoðar því hjónin í Grund, Hólmgeir Árnason og Sigríður Sigurbjörnsdóttir, kostuðu hana til náms í húsmæðraskóla. Guðrún segir fjölskyldan í Grund hafi í raun verið henni sem önnur fjölskylda þegar hún var alast upp.

Guðrún segir þetta hefði aldrei gengið upp hjá móður hennar nema með góðum stuðningi annarra Flateyinga. Því samstaða Flateyinga var alla tíð mikil og ef eitthvað bjátaði á þá tók fólk sig saman og veitti viðkomandi hjálparhönd.

Fjallað er um lífið í Flatey í þáttunum Tilraun sem stóð í þúsund ár á Rás 1. Þættirnir eru á dagskrá klukkan 10:15 á laugardagsmorgnum. Þriðja þáttinn af sex finna í spilaranum hér ofan.

Nafnalisti

  • Bryndísvaraborgarfulltrúi
  • Bryndís Sigurðardóttirsmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum
  • Guðrún Edith
  • Guðrún Hálfdánardóttirblaðamaður
  • Hólmgeir Árnason
  • Sigríður Sigurbjörnsdóttir
  • Sigurbjörg Sigurjónsdóttirdýravinur
  • Sigurður Guðmundssonfyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri
  • Sigurpálláhorfandi og þjálfari á mótinu
  • Sigurpáll Jensson
  • Þuríðurdóttir Óskars Guðbrandssonar og Áslaugar Hinriksdóttur
  • Þuríður Jónsdóttirtónskáld

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 839 eindir í 49 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 48 málsgreinar eða 98,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.