Slys og lögreglumál

Reyndi að stinga lög­reglu af á torfæruhjóli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

2025-03-30 07:23

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga eftir líkamsárás í miðborginni í nótt. Þeir gista fangageymslur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Lögregla sinnti eftirliti með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni og víðar í Reykjavík. Allir staðir sem voru heimsóttir reyndust í lagi. Að auki sinnti lögregla umferðareftirliti en fram kemur allnokkrir ökumenn hafi verið sektaðir fyrir umferðarlagabrot. Þar á meðal einn í Kópavogi sem reyndi stinga lögreglu af á torfæruhjóli. Lögreglumönnum tókst þó hafa hendur í hári hans.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um veiðimenn í vanda en tilkynnandi hafði áhyggjur flætt hefði þeim. Veiðimennirnir höfðu aftur á móti engar áhyggjur og vildu enga aðstoð .

Þá sinnti lögregla allnokkrum tilkynningum um samkvæmishávaða í póstnúmerum 101 og 105.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 142 eindir í 12 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,46.