Viðskipti

Rannsaka dularfulla söluaukningu Tesla

Þorgrímur Kári Snævarr

2025-03-08 06:14

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kanadísk yfirvöld ætla rannsaka grunsamlega aukningu í sölum á rafmagnsbílum frá Tesla sem mældist rétt áður en hlé var gert á veitingu ríkisstyrkja fyrir seljendur rafmagnsbíla í janúar. Á aðeins þremur dögum fyrir lok styrkveitingarinnar tilkynnti Tesla um sölu 8.600 bíla í fjórum bílabúðum í landinu. Þessi sala skilaði fyrirtækinu styrkjum andvirði 43,1 milljóna Kanadadala, eða um fjögurra milljarða íslenskra króna.

Samtök kanadískra bifreiðasala (Canadian Automobile Dealers Association) eru meðal þeirra sem telja hér maðk í mysunni. Samtökin hvöttu flutningastofnun ríkisins, Transport Canada, til hefja rannsókn og ganga úr skugga um hvort Tesla væri hagræða tölum til tryggja sér styrkina.

Kanadíski fréttamiðillinn Toronto Star er meðal þeirra sem greina frá grunsemdum annarra bílasala, sem telja Tesla hafa leikið á kerfið á þeirra kostnað. Þar sem Telsa hreppti síðustu styrkina áður en hætt var veita þá telja aðrir bílasalar sig hafa verið féfletta.

Fleiri miðlar leiða líkur því eitthvað gruggugt við sölutölurnar. Bílafréttamiðlinum Motor Illustrated telst svo til ein bílabúð Tesla hafi tilkynnt 1.200 sölur á aðeins einum degi. Annar slíkur miðill, CarScoops, reiknar út samkvæmt skráningum Tesla hafi verslanirnar fjórar, hver um sig, selt meðaltali 30 bíla á klukkustund, þrjá daga í röð.

Þessi skyndilega sprenging í Teslusölum er enn eftirtektarverðari í ljósi þess sölur fyrirtækisins hafa verið á hraðri niðurleið í Kanada að undanförnu. Sölutíðni á rafbílum Tesla hrapaði um 70 prósent í Kanada frá desember 2024 til 2025, því er segir á vef National Post. Líkur hafa verið leiddar því skýringin reiði Kanadamanna í garð framkvæmdastjóra Tesla, Elon Musk.

Musk gegnir lykilhlutverki í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur ítrekað beint spjótum sínum Kanada síðan hann tók við embætti og hefur hótað innlima landið og gera það 51. ríki Bandaríkjanna. Undirskriftasöfnun til ríkisstjórnarinnar um Musk verði sviptur kanadískum ríkisborgarétti sínum náði 250 þúsund undirskiftum á innan við viku í febrúar. Lét þá Musk þau orð falla Kanada væri hvort eð er ekki alvöru ríki.

Nafnalisti

  • Canadian Automobile Dealers Association
  • Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
  • Elon Muskforstjóri
  • Motor Illustrated
  • National Postkanadískt dagblað
  • Telsabílaframleiðandi
  • Toronto Stardagblað
  • Transport Canada

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 347 eindir í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,81.