Daníel Ingi komst ekki í úrslit á EM
Jóhann Páll Ástvaldsson
2025-03-06 20:24
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Evrópumótið innanhúss í frjálsíþróttum hófst í dag. Daníel Ingi Egilsson keppti í forkeppni í langstökki. Hann náði ekki í úrslit og stökk lengst 7,40 metra en bætti sig í öllum þremur stökkum sínum.
Daníel Ingi stökk 7,21 metra í fyrsta stökki. Hann nýtti stökkplankann nánast til hins ítrasta í öðru stökki sínu og var aðeins 1,2 sentímetrum frá ysta punkt hans.
Hann stökk 7,34 í öðru stökki sínu. Hann fór svo lengst í sínu síðasta stökki er hann fór 7,40 metra.
Lengst af var hann í 14. sæti af 17 keppendum. Efstu átta fóru áfram í úrslit.
Daníel Ingi sló 30 ára gamalt Íslandsmet á síðasta ári er hann stökk 8,21 metra og sló þar með met Jóns Arnars Magnússonar.
Mummi Lú
Sýnt beint á RÚV — tveir íslenskir keppendur eftir
Sýnt er frá mótinu beint á RÚV frá 6. til 9. mars.
Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í forkeppni í kúluvarpi laugardaginn 8. mars klukkan 09:50. Úrslitin eru sunnudaginn 9. mars komist hún í þau.
Baldvin Þór Magnússon keppir í undanriðlum í 3000 metra hlaupi karla laugardaginn 8. mars klukkan 11:45. Úrslitin eru sunnudaginn 9. mars komist hann í þau.
Dagskráin á RÚV
6. mars-18:00 Ruv.is og á Rúv 2 kl. 22:25
7. mars-17:45 Ruv.is og á Rúv 2 kl. 22:25
8. mars-09:45 Rúv
8. mars-17:35 Rúv 2
9. mars-15:00 Rúv
Hér verður hægt að fylgjast með beinni stöðuppfærslu á úrslitum í keppnisgreinum Evrópumótsins.
Nafnalisti
- Baldvin Þór Magnússonmillivegalengdahlaupari
- Daníel Ingi Egilssonstökkvari
- Erna Sóley Gunnarsdóttirkúluvarpari
- Jón Arnar Magnússontugþrautarkappi
- Mummi Lúljósmyndari
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 233 eindir í 24 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 70,8%.
- Margræðnistuðull var 1,54.