Amazon gerir tilboð í TikTok: Bann yfirvofandi
Ritstjórn mbl.is
2025-04-03 00:05
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Bandaríska fyrirtækið Amazon hefur gert kauptilboð í kínverska samfélagsmiðilinn TikTok en bann á forritinu tekur gildi á laugardag verði ByteDance, móðurfélag TikTok, ekki búið að selja forritið fyrir þann tíma.
Frá þessu greinir The New York Times en miðillinn hefur það eftir nafnlausum embættismanni Trump-stjórnarinnar, að tilboðið hafi verið lagt fram í bréfi til J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna og Howard Lutnick viðskiptaráðherra.
Í janúar á þessu ári staðfesti hæstiréttur Bandaríkjanna lög sem myndu banna miðilinn í Bandaríkjunum. Var það gert í því yfirskyni að gagnaaðgangur ByteDance um bandaríska notendur þótti ógna þjóðaröryggi landsins.
Upphaflega átti bannið að taka gildi 19. janúar síðastliðinn en Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að fresta banninu um 90 daga þegar hann tók við embætti 20. janúar.
Önnur fyrirtæki hafa einnig gert tilboð í fyrirtækið síðustu mánuði. Á meðal þeirra er hugbúnaðarfyrirtækið Oracle og fjárfestingarfyrirtækið Blackstone.
Nafnalisti
- Amazonbandarískur netverslunarrisi
- Blackstonefjárfestingarsjóður
- ByteDancekínverskt fyrirtæki
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Howard Lutnick
- J.D. Vancerithöfundur
- Oraclebandarískt tæknifyrirtæki
- TikToksamfélagsmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 141 eind í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,66.