Sæki samantekt...
Þetta ræddu Bogi Ágústsson, Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir í Heimsglugga vikunnar á Morgunvaktinni á Rás 1. Þau ræddu einnig heimsókn danska forsætisráðherrans til Grænlands, mótmæli í Tyrklandi og stjórnmál í Kanada.
Tollurinn sem Trump kynnti verður að minnsta kosti 10 prósent og Ísland lendir í þeim tollflokki, 20 prósenta tollur verður lagður á vörur frá Evrópusambandsríkjum og 15 prósent á vörur frá Noregi.
Heard og McDonald eyjur
Heard og McDonald-eyjur lenda í sama tollaflokki og Ísland. Þær eru með afskekktustu stöðum á jörðinni, 1630 kílómetra frá Suðurskautslandinu og 4000 kílómetra frá næsta byggða bóli. Menn hafa aldrei búið á eyjunum. Þar er hins vegar að finna skordýr, sjófugla, seli og mörgæsir. Eyjarnar tilheyra Ástralíu. Ýmsir hafa hent gaman að því að Bandaríkjastjórn hafi lagt tolla á varning frá eyjunum þó að þeir séu fleiri sem hafi áhyggjur af áhrifum verndartolla á efnahagslíf heimsins.
Frederiksen heimsækir Grænland
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kom til Grænlands í gær til að ræða við grænlenska ráðamenn. Litið er á heimsóknina sem stuðning við ítrekaðar yfirlýsingar Grænlendinga um að það sé þeirra einna að ráða framtíð landsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur margoft lýst áhuga sínum á að leggja Grænland undir Bandaríkin. Heimsóknin hefur þó valdið deilum meðal grænlenskra ráðamanna því Vivian Motzfeldt, verðandi utanríkisráðherra, lýsti yfir að hún teldi að Frederiksen hefði átt að bíða fram í næstu viku þegar nýja landsstjórnin hefur formlega tekið við.
Fjölmargir fangelsaðir í Tyrklandi eftir mótmæli milljóna
Talið er að tyrknesk stjórnvöld hafi fangelsað á annað þúsund manns þegar milljónir mótmæltu handtöku Ekrems İmamoğlu, borgarstjóra Istanbúl, og stjórnarháttum Erdoğans, forseta Tyrklands. Margir blaðamenn eru meðal hinna handteknu, þar á meðal sænskur blaðamaður, Joakim Medin, sem situr í sama öryggisfangelsi og İmamoğlu.
Skrifstofa Tyrklandsforseta sagði að Medin hefði verið handtekinn fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum og að móðga forsetann. Hann væri þekktur fyrir að flytja niðrandi fréttir um Tyrkland.
Mótmælin hófust eftir handtöku borgarstjóra
Mikil mótmælaalda reis eftir að Ekrem İmamoğlu, vinsæll borgarstjóri í Istanbúl, var handtekinn, sakaður um spillingu. Fyrir handtökuna var İmamoğlu sviptur háskólagráðu frá Háskólanum í Istanbúl. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrklands verða forsetaframbjóðendur að vera með háskólapróf. Þetta breytti því þó ekki að stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrklands, Lýðveldisflokkur alþýðunnar CHP, valdi İmamoğlu sem frambjóðanda sinn í kosningum sem fram eiga að fara 2028.
Hér má hlusta á Heimsglugga vikunnar
Nafnalisti
- Björn Þór Sigbjörnssondagskrárgerðarmaður á Rás 1
- Bogi Ágústssonfréttamaður hjá RÚV
- CHPlýðræðisflokkur
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Ekrem İmamoğluborgarstjóraefni Lýðflokks lýðveldisins
- Ekrems İmamoğlu
- Erdoğansfasistaforingi
- Heardeinna
- Joakim Medin
- McDonaldyfirmaður öryggismála í skólum í Jefferson-sýslu í Colorado
- Mette Frederiksenforsætisráðherra
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
- Vivian Motzfeldtforseti grænlenska þingsins
- Þórunn Elísabet Bogadóttiraðstoðarritstjóri Kjarnans
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 404 eindir í 26 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 26 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,68.