Neðsta staða Íslands á FIFA-listanum í 12 ár

Einar Örn Jónsson

2025-04-03 10:22

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Karlalandslið Íslands í fótbolta fellur um fjögur sæti á nýjum FIFA-lista. Ísland tapaði tvívegis gegn Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í marslok og orsakar það fall Íslands.

Ísland telst vera 74. öflugasta þjóðin á listanum og hefur ekki verið neðar síðan í mars 2013. Þá var Ísland númer 92 og skaust svo í 73. sæti í apríl sama ár. Þá hafði liðið farið upp um 58 sæti á einu ári frá sinni neðstu stöðu í sögunni í apríl 2012. Hæst fór Ísland í 18. sæti listans í febrúar og mars 2018.

Argentína er sem fyrr í efsta sæti listans en Spánverjar hafa sætaskipti við Frakka í öðru sæti og senda Frakka í það þriðja.

epa 11983816 Iceland's Orri Oskarsson (R) celebrates with his teammates after scoring the 0-1 during the UEFA Nations League quarter final second leg soccer match between Iceland and Kosovo, in Murcia, Spain, 23 March 2025. EPA-EFE/Marcial Guillen EPA-EFE/Marcial Guillen

Nafnalisti

  • Iceland and
  • Marchaðstoðarmaður Rangnick
  • Marcial Guillen
  • Marcial Guillen EPA-EFE
  • Nations League
  • Orri Oskarsson
  • Spain

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 163 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 66,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,77.