Sæki samantekt...
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðaði í gær umfangsmikla tolla á flest ríki heims. Sakaði hann umheiminn um að hafa um árabil haft Bandaríkin að féþúfu.
Margir af ráðamönnum heimsins hafa boðað viðbrögð við tollum Trumps og stefnir í umfangsmikið viðskiptastríð. Almennu tíu prósenta tollarnir eiga að taka gildi þann 5. apríl. Hinir þann 9. apríl.
Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Þess í stað taka þeir þó mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki.
Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt.
Fylgst verður með helstu vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Sjáist hún ekki, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 130 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
- Margræðnistuðull var 1,48.