Slys og lögreglumál

Einn til viðbótar handtekinn vegna morðrannsóknar

Alexander Kristjánsson

2025-03-13 17:27

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Einn var handtekinn í dag vegna rannsóknar lögreglu á manndrápsmáli í Þorlákshöfn í vikunni. Þetta kemur fram í færslu sem lögreglan á Suðurlandi birtir á Facebook. Áður hafði komið fram lögregla væri leita einum manni vegna málsins. Ekki er þó staðfest í færslunni handtekni hinn sami.

Alls hafa níu manns verið handteknir vegna rannsóknarinnar; fimm verið sleppt en þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald, tveir karlar og ein kona. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem var handtekinn í dag.

Maðurinn sem var drepinn var með lífsmarki þegar hann fannst í Gufunesi í Reykjavík. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. RÚV/Ragnar Visage

Nafnalisti

  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Ragnar Visageljósmyndari RÚV

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 126 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.