Hlynntur vopnahléi með ákveðnum skilyrðum

Grétar Þór Sigurðsson

2025-03-13 17:15

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er hlynntur 30 daga vopnahléi milli Rússlands og Úkraínu en segir stórum spurningum enn ósvarað sem hann þurfi ræða við Bandaríkjastjórn. Mögulega þurfi hann ræða málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta símleiðis.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Pútíns í Moskvu þar sem hann brást við tillögum Bandaríkjamanna vopnahléi á milli Úkraínu og Rússlands. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjamanna kynnir efni samningsins fyrir rússneskum embættismönnum síðar í dag.

Fyrr í dag sagði talsmaður Rússlandsforseta tillöguna aðeins til þess fallna veita Úkraínumönnum andrými. Úkraínsk yfirvöld hafa þegar sagst vera samþykk tillögunni.

Pútín sagði vopnahléssamkomulag verða leiða til langtímalausnar á deilu Rússlands og Úkraínu. Fjalla þyrfti um frumorsök deilunnar með slíku samkomulagi.

Pútín hrósaði hermönnum rússneska hersins á blaðamannafundinum í dag. Hann sagði næstu skref ráðast af því hvernig til tækist við brjóta á bak aftur sókn Úkraínumanna inn í Kúrsk hérað. Forsetinn sagði hermenn sína hafa orðið vel ágengt í héraðinu á síðustu dögum og raunar á allri víglínunni.

Úkraínumenn hófu óvænta sókn sína inn í Kúrsk-hérað fyrst í ágúst í fyrra. Þeim tókst yfirráðum yfir talsverðu landsvæði í héraðinu. Á síðustu dögum hafa rússneskar hersveitir endurheimt hvert þorpið á fætur öðru. Í morgun greindu rússnesk stjórnvöld frá því þau hefðu náð bænum Sudzha aftur á sitt vald.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Kúrskkjarnorkukafbátur
  • Steve Witkoff
  • Vladimír Pútínforseti

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 230 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.