Stjórnmál

Hefur skaðað ríkisstjórnina

Ritstjórn mbl.is

2025-03-21 13:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, hefur skaðað ríkisstjórnina einhverju leyti. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Segir hún það lýsi samt ríkisstjórninni best og Ásthildi Lóu strax hafi verið brugðist við og hún sagt af sér vegna málsins.

Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur birt fréttir af málinu í dag og var fréttin meðal annars á meðal mest lesnu frétta dagsins á vef BBC.

Ásthildur sagði af sér í gær eftir greint var frá því hún hefði átt samræði við 15 ára dreng þegar hún var sjálf 22 ára gömul, fyrir 35 árum síðan. Eignaðist Ásthildur barn þeirra, en í umfjöllun Rúv um málið var jafnframt sagt Ásthildur hefði tálmað aðgengi föðurins barninu. Hefur Ásthildur síðan þá sent frá sér yfirlýsingu og sagt sína hlið málsins og þar á meðal sagt áhuga föðurins á uppeldinu hafa verið lítinn.

Mestu máli skiptir hvernig brugðist var við

Á blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu sagði Þorgerður þetta væri ekki besta málið sem gat komið fyrir ríkisstjórnina, sem hefur setið í um þrjá mánuði. En mestu skipti hvernig brugðist er við, bætti hún við.

Í kjölfarið var Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra spurð út í ríkisstjórnarsamstarfið, þegar hvert vandræðamálið hefði komið á eftir öðru sem tengdist Flokki fólksins. Sagði Kristrún afsögn Ásthildar hefði ekkert með ríkisstjórnina eða vinnu hennar gera, heldur væri það vegna persónulegs máls sem hefði átt sér stað fyrir 35 árum síðan. Auðvitað vont mál, en tengist ekkert störfum okkar.

Sagði Kristrún hún teldi fólk ætti einmitt treysta þessari ríkisstjórn fyrir bregðast rétt við og sagði aðeins nokkrum klukkustundum eftir hún hefði fengið staðfestingu á sannleiksgildi frásagnarinnar hafi Ásthildur ákveðið segja af sér. Rétt er þó nefna forsætisráðuneytinu barst erindi í síðustu viku með beiðni um fund með forsætisráðherra sem mennta- og barnamálaráðherra mætti einnig sitja. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins kom ekkert fram í erindinu um hvað málið snerist, ekki fyrr en óskað var frekari upplýsinga.

Tók Kristrún jafnframt fram með brotthvarfi Ásthildar væri verið passa upp á störf ríkisstjórnarinnar og persóna ráðherra væri ekki þvælast fyrir stjórnun landsins.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 383 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 88,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.