Sæki samantekt...
Mikill viðbúnaður var við Ægissíðu í kvöld vegna leitaraðgerða lögreglu. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfesti við fréttastofu að lögregla hefði óskað eftir aðstoð við leitarstörf og að þyrlusveit hefði verið kölluð út laust eftir klukkan 20 í kvöld. Hún hafi þó verið kölluð til baka núna fyrir skemmstu.
Má því leiða líkur að því að leit sé lokið.
Björgunarsveitaraðilar tóku einnig þátt í aðgerðunum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Leitar- og björgunaraðgerðir við Ægissíðu. RÚV/Ragnar Visage
Nafnalisti
- Ásgeir Erlendssonupplýsingafulltrúi
- Jón Þór Víglundssonupplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl. is
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 76 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,54.