Gossprungan virðist hætt að stækka en skjálftavirkni er enn mikil
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
2025-04-01 13:53
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Gossprungan sem opnaðist í kjölfar kvikuhlaups í morgun virðist hætt að stækka í bili en gýs enn úr allri sprungunni á alls 1,2 kílómetra kafla. Jóhanna Malen Skúladóttir segir ekki útilokað að það bæti í virkni. Þá er kröftug jarðskjálftahrina við nyrsta hluta kvikugangsins og eldgos gæti komið upp þar.
Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. RÚV/Víðir Hólm Ólafsson
Kvikugangurinn er yfir 11 kílómetrar að lengd. Hann hefur aldrei verið lengri og aldrei teygt sig eins langt norður og hann gerir núna. Nyrsti endi kvikugangsins, þar sem mikil skjálftavirkni mælist, er norður af Fagradalsfjalli og um 5 kílómetrum frá Reykjanesbraut.
Jóhanna Malen segir að skjálftarnir séu enn á talsverðu dýpi en það sé ekki hægt að útiloka að kvika brjóti sér þar leið upp á yfirborðið.
Nafnalisti
- Jóhanna Malen Skúladóttir
- Víðir Hólm Ólafssonkvikmyndagerðarmaðurinn
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 132 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,69.