Stjórnmál

Ráðherra segir nýtt gjald á skipafarþega standa

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-28 10:59

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mér sýnist fjármálaráðherra ætli klára nestið sitt í upphafi ferðar og verða nestislaus, einn uppi á öræfum, segir Sigurður Jökull Ólafsson, formaður samtakanna Cruise Iceland.

Sigurdur Jökull Ólafsson.

Sigurður segir á ráðstefnu hjá Íslandsstofu í gær hafi verið gengið eftir svari frá Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, við því hvort hin nýja ríkisstjórn myndi verða við óskum skipafélaganna um endurskoða nýtt innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa sem Alþingi samþykkti seint á síðasta ári.

Ráðherrann sagði þetta stæði óbreytt, segir Sigurður Daði Már hafi svarað. Þetta eru fyrst og fremst mikil vonbrigði. Ég heyrði í skipafélögunum í gær og þau er hreinlega agndofa. Það voru vonir með nýjum stjórnvöldum sem voru búin tala um fyrirsjáanleika og gagnsæi og svo framvegis. En þetta er náttúrlega ekki skapa mikinn fyrirsjáanleika eða vissu. Þetta kom verulega á óvart og er Cruise Iceland íhuga sín næstu skref.

Skipafélögin mjög hvekkt

fengnu þessu afsvari fjármálaráðherra segir Sigurður skipafélögin velta fyrir sér framhaldinu varðandi Ísland lengra fram í tímann.

Skipafélögin segja það hvernig kaupin gerist á eyrinni á Íslandi hafi auðvitað áhrif. Þau eru náttúrlega mjög hvekkt núna. Í fyrsta lagi yfir því fyrri stjórn leggur þetta gjald á og svo í ofanálag nýja stjórnin, sem talar um fyrirsjáanleika og eðlilegt umhverfi fyrir atvinnulífið, breyti ekki ákvörðun fyrri stjórnar sem þau viðurkenndu þó væri ekki góð. Þetta er náttúrlega mjög undarleg vinnubrögðsvo ekki meira sagt, segir Sigurður.

Hálfur milljarða aukalega hjá Norwegian

sögn Sigurðar hefur í á þriðja ár verið skellt á með engu samráði og engum fyrirvara hlutum sem hafi afturvirk áhrif. Skipafélögin séu samstíga í viðbrögðum sínum að þessu leyti. Þau er einfaldlega gífurlega vonsvikin yfir aðstæðunum á Íslandi, segir hann.

Sem dæmi um áhrifin á skipafélögin nefnir Sigurður Norwegian sem verði hér í sumar með tvö skip í farþegaskiptum. Þetta séu löngu seldar ferðir og ekki hægt velta innviðagjaldinu yfir á farþegana.

Gróflega áætlað er þeirra reikningur um hálfur milljarður króna. Að sjálfsögðu lendir þetta á rekstrinum. Þegar síðan í ofanálag engu er breytt þótt það hafi verið viðurkennt þetta ekki gott þá er traustið auðvitað orðið rýrt, segir hann.

Mikið verk vinna á ráðstefnu í Miami

Fyrir dyrum stendur stór ráðstefna í Miami í Flórída. Það er heilmikið verk fyrir höndum hjá Cruise Iceland þar minnka skaðann og vinna upp þetta traust og endurheimta til langframa. Því við sjáum það þegar í bókunartölum fyrir þetta ár, 2026 og 2027 það verður fækkun.

Auk þess vera formaður Cruise Iceland er Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna. Eins og fram hefur komið hefur nýja innviðagjaldið þegar haft þau áhrif komum skemmtiferðaskipa fækkar á milli ára. Það segir Sigurður hitta hafnir landsins mismunandi fyrir. Á Akureyri og Ísafirði staðan til dæmis tekjur af skemmtiferðaskipum séu yfir helmingur af veltu hafnanna. Hjá Faxaflóahöfnum þetta hlutfall 26 prósent.

Reikningur vegna hafnabóta lendir á ríkinu

Aðildarfélög Cruise Iceland úti á landi hafa vitanlega miklar áhyggjur. Hafnirnar þar sjá fram á fækkun í skipakomum í ár og næstum árum. Þetta er kallað innviðagjald og það er talað um það þurfi styrkja innviði. Hafnir eru innviðir. Skemmtiferðaskip skiluðu 4,1 milljarði króna í hafnir Íslands í fyrra. Ef þú minnkar þennan tekjustofn ofan á aðra óvissu þá er það náttúrlega mjög slæmt. Og reikningur lendir auðvitað á ríkiskassanum vegna þess þá þarf hafnabótasjóður koma inn í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar í höfnum landsins, segir Sigurður Jökull Ólafsson.

Nafnalisti

  • Á Akureyrimeðalhiti
  • Cruise Iceland
  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Sigurdur Jökull Ólafsson
  • Sigurður Jökull Ólafssonmarkaðsstjóri Faxaflóahafna
  • Sigurður Norwegian

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 625 eindir í 41 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 35 málsgreinar eða 85,4%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.