Viðskipti

Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

2025-03-30 17:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa sett parhúsið sitt í Urriðaholti á sölu. Ásett verð eru rétt rúmar tvö hundruð milljónir króna.

Parhúsið, sem byggt var árið 2018, stendur við Mosagötu í miðju Urriðaholti og er alls 244 fermetrar á tveimur hæðum. Í bjarta og stílhreina parhúsinu eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi, eitt þeirra inn af hjónaherberginu. Í garðinum er bæði heitur pottur, sauna og útieldhús með innbyggðu grilli og helluborði.

Stefán Einar starfar sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og Sara Lind, sem er lögfræðimenntuð, sem framkvæmdastjóri Climeworks. Saman eiga þau tvo syni.

Nánari upplýsingar um eignina finna á fasteignavef Vísis.

Nafnalisti

  • Climeworkssvissneskt fyrirtæki
  • Sara Lind Guðbergsdóttirsettur forstjóri Ríkiskaupa
  • Stefán Einar Stefánssonfyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 116 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,52.