Veður

Súld við sjávarsíðuna og hiti að tíu stigum

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

2025-03-12 07:08

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kyrrstæð hæð, skammt suðvestur af landinu, beinir fremur hægum vestlægum áttum landinu. Þeim fylgja lágský sem leggjast yfir, einkum vestanvert landið, með þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna. Það helst bjart áfram suðaustan- og austanlands og allvíða norðan til. Hiti 310 stig en víða vægt næturfrost, sérstaklega þar sem vindur er hægur og það er bjart yfir.

Á morgun reikna með minni háttar éljagangi um tíma en útlit er fyrir bæði hægan vind og élin verði efnislítil. Um helgina er síðan búist við sunnan- og suðvestanátt með rigningu eða súld sunnan- og vestanlands og mildu veðri um mestallt land.

RÚV/Ragnar Visage

Nafnalisti

  • Ragnar Visageljósmyndari RÚV

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 110 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.