Stjórnmál

Sló landsmet með 25 klukkustunda þingræðu

Þorgrímur Kári Snævarr

2025-04-02 00:44

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Cory Booker, öldungadeildarþingmaður fyrir New Jersey-ríki, sló í dag met í sögu öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir. Ræða Bookers, sem er meðlimur í Demókrataflokknum, snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem Booker sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Þetta er ekki hægri eða vinstri, sagði Booker. Leyfið þeim ekki kalla þetta flokkapólitík. Þetta er það ekki. Þetta er rétt eða rangt. Bandaríkin, þetta er stund siðferðis. Býr stjórnarskráin í brjósti ykkar?

Meðal þess sem Booker gagnrýndi var hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði og niðurlagningu fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins.

Til þess halda ræðustólnum varð Booker standa allan tímann og gat því ekki vikið sér frá til skreppa á salernið. Undir lok ræðunnar gerði hann grín þessu: Ég vil fara aðeins yfir þetta og svo ætla ég sjá um fáeinar líkamlegar þarfir sem ég finn fyrir.

Fyrri methafi fyrir lengstu ræðu í sögu öldungadeildarinnar var Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður fyrir Suður-Karólínu, sem hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn.

Nafnalisti

  • Cory Bookeröldungadeildarþingmaður
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Elons Muskauðkýfingur
  • Newtímarit
  • Strom Thurmond

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 204 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,73.