EfnahagsmálViðskipti

Óvissa eins og á jarðhræringasvæði

Haukur Holm

2025-04-04 07:40

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Við erum í óvissu líkt og á jarðhræringasvæði, segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um innflutningstolla til Bandaríkjanna. Minni kaupmáttur í Bandaríkjunum geti leitt til þess neytendur dragi úr fiskneyslu.

Ég myndi halda fyrstu viðbrögð séu við erum bara í áframhaldandi óvissu þetta er eiginlega eins og vera á jarðhræringasvæði, sem við svo sem þekkjum, en þá í viðskiptalegu tilliti, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.

Þverrandi kaupmáttur gæti dregið úr fiskneyslu

Hún segir einhverju leyti megi anda léttar Ísland er í lægsta þrepi, 10%, en áhyggjuefni verið leggja mikla tolla á innflutning til Bandaríkjanna sem þýði verð á nánast öllu hækki. Það þýði þverrandi kaupmátt þar og neytendur láti budduna frekar ráða hvað keypt og hverju sleppt.

Og við vitum það bara með sjávarafurðir þeir eru viðkvæmir fyrir öllum verðhækkunum. Þannig hættan er auðvitað neytendur fari skipta yfir í annars konar og ódýrara prótein, það er bara samkeppni sem við stöndum frammi fyrir bara veruleiki sem verður í Bandaríkjunum á næstu misserum.

Spurning hvort framboð aukist í Evrópu vegna minni sölu í Bandaríkjunum og lækki verð

Þá ástæða til hafa áhyggjur af aðrar þjóðir og Evrópusambandið fái á sig hærri tolla. Vitað norskur fiskur fluttur til Póllands til vinnslu og þaðan fluttur til Bandaríkjanna með 20% tolli. Einhverjir myndu halda það væru gott fyrir samkeppnisstöðu okkar.

En hættan er auðvitað fiskur verði þá afsettur á aðra markaði og jafnvel okkar enn sterkari markaði sem eru inni í Evrópu og verð fari þá lækkandi þar. Þannig, eins og ég segi, þetta er bara allt á hreyfingu akkúrat núna og við vitum í raun ekkert hvað verður, það verður eiginlega bara bíða og sjá. En sjávarútvegur bara þekkir þetta og við þessum þurfum við bara bregðast.

Nafnalisti

  • Heiðrún Lind Marteinsdóttirframkvæmdastjóri

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 339 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.