Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri
Kristján Már Unnarsson
2025-04-02 11:11
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna.
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Flugþjóðin spurðum við nokkra flugstjóra Icelandair og Play um muninn. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa flogið Boeing-þotum en síðan fært sig yfir á Airbus-þotur.
Flugmennirnir sem rætt er við eru Siggeir Þór Siggeirsson, þjálfunarflugstjóri hjá Play, Kári Kárason, flotastjóri Airbus-véla hjá Icelandair, Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri hjá Icelandair, og Arnar Már Magnússon, þáverandi flugstjóri og flugrekstrarstjóri hjá Play.
Fjallað var um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í níunda þætti Flugþjóðarinnar. Eftir að Icelandair valdi þær sem arftaka 757 — vélanna stefnir í að þotur frá evrópska flugvélaframleiðandnum verði burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi
Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til að reka þotur frá Airbus og skrá þær á Íslandi.
Í næsta þætti þriðjudagskvöldið 8. apríl verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg.
Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2 + geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er.
Nafnalisti
- Airbusflugvélaframleiðandi
- Arnar Már Magnússonfyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW
- Inga Lára Gylfadóttirsystir Helenu
- Kári Kárasonframkvæmdastjóri Vilko
- Playíslenskt flugfélag
- Siggeir Þór Siggeirsson
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 194 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
- Margræðnistuðull var 1,89.