Njáll Torfason er látinn - Þekktur fyrir ótrúlega hæfileika

Ritstjórn DV

2025-04-04 07:40

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Aflraunamaðurinn Njáll Torfason, sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma, er látinn 75 ára aldri. Njáll lést á Maspalomas á Kanaríeyjum þann 1. apríl síðastliðinn. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Njáll starfaði meðal annars við sjómennsku, heilari og nuddari auk þess reka hótel og söluskála í Breiðdalsvík ásamt konu sinni.

Þekktastur var hann fyrir ýmsar aflraunir og segir í umfjöllun Morgunblaðsins hann hafi slegið nokkur Íslandsmet. Hann keppti erlendis og kom fram á sýningum.

Njáll gat til dæmis dregið bíla og rútu með löngutöng, losað sig úr fjötrum og gengið berfættur á glóðum og glerbrotum. Þá gat hann fest á sig hluti með hugarorkunni. Í frétt Morgunblaðsins er einnig rifjað upp hann reif í sundur tíu símaskrár á 16 sekúndum.

Þá er þess getið hann hafi starfað í Sálarrannsóknarfélagi Íslands og tók sér reka óvætti úr húsum. Hann kallaði sig ekki miðil en sagðist þó vera skyggn.

DV fjallaði ítarlega um Njál í Tímavélinni árið 2020 en hægt er lesa umfjöllunina hér að neðan.

Tímavélin: Íslendingurinn sem festi á sig hluti með hugarorkunni

Nafnalisti

  • Maspalomasferðamannabær
  • Njáll Torfasonmiðill

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 191 eind í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.