Vísindamenn standa ráðþrota – Hunangsflugur drepast í hrönnum
Pressan
2025-04-04 07:30
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Aldrei fyrr hafa svo margar hunangsflugur verið í Bandaríkjunum og aldrei fyrr hafa svo margar hunangsflugur drepist. Býflugnabændur hafa misst rúmlega 60% af búum sínum og margir þeirra geta ekki lengur lifað af býflugnaræktun.
En enginn veit með vissu af hverju flugurnar drepast í svona stórum stíl. The Guardian skýrir frá þessu og segir að fjárhagstjónið af þessum völdum geti verið sem nemur allt að 20 milljörðum íslenskra króna.
Ekki bætir úr skák að Donald Trump og stjórn hans hafa fækkað starfsfólki í landbúnaðarráðuneytinu. Meðal þeirra sem hafa þurft að taka pokann sinn, er fólkið sem hefði annars sinnt því verkefni að finna út hvað er að drepa flugurnar.
Af þessum sökum hefur Cornell háskólinn tekið að sér stórt hlutverk í rannsóknum á af hverju hunangsflugurnar stráfalla.
Þessi miklu afföll koma eftir ár þar sem hunangsflugustofninn í Bandaríkjunum náði metstærð en þá voru rúmlega 3,8 milljónir búa í landinu, einni milljón fleiri en fimm árum áður.
Meðal þeirra ástæðna, sem eru taldar geta valdið þessum fjöldadauða, eru loftslagsbreytingarnar, glötuð búsetusvæði og skordýraeitur.
Scott McArt, lektor í skordýrafræði við Cornell háskólann, segir að líklegustu orsakirnar séu sníkjudýr og veirur. Hann sagði að kenningar hafi verið settar fram um að ný veira sé komin á kreik en það þurfi að sannreyna það með því að afla gagna, ekki sé hægt að útiloka neitt.
Hunangsflugur sjá um að frjóvga um helminginn af allri uppskeru í Bandaríkjunum og þessi fjöldadauði hefur því ekki bara áhrif á hunangsframleiðslu og verð á hunangi, heldur einnig á landbúnaðinn.
Nafnalisti
- Cornellháskóli
- Donald Trumpfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
- Scott McArt
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 264 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,66.