Sæki samantekt...
Mark Carney, nýr forsætisráðherra Kanada, er sagður ætla rjúfa þing og boða til skyndikosninga 28. apríl, en kosningar eiga ekki að fara fram fyrr en í haust.
Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar.
„Á sunnudaginn er gert ráð fyrir því að forsætisráðherra tilkynni um kosningar 28. apríl,“ sagði heimildarmaður AFP.
Carney tók við embætti forsætisráðherra 14. mars í kjölfar þess að hann var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins eftir að Justin Trudeau hafði hrökklast frá völdum.
Frjálslyndir taka forystuna
Í marga mánuði hefur Íhaldsflokkurinn undir forystu Pierre Poilievre farið með himinskautum í skoðanakönnunum en í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í hart við Kanada hefur Frjálslyndi flokkurinn verið að ná styrk sínum aftur.
Samkvæmt CBS er Frjálslyndi flokkurinn að mælast með 37,7% stuðning og Íhaldsflokkurinn 37,4% stuðning. Frjálslyndir hafa verið við stjórnvölinn síðan árið 2015.
Nýir demókratar (NDP) mælast með 11,5% stuðning en flokkurinn ver ríkisstjórn Frjálslyndra vantrausti.
Nafnalisti
- CBSbandarísk sjónvarpsstöð
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Justin Trudeauforsætisráðherra
- Mark Carneybankastjóri Englandsbanka
- NDPflokkur
- Pierre Poilievreleiðtogi Íhaldsflokksins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 155 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 88,9%.
- Margræðnistuðull var 1,67.