Stjórnmál

Landsþingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga

Ritstjórn Bæjarins besta

2025-03-20 14:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur æðsta vald í málefnum sambandsins kemur saman árlega í í ár er fundurinn haldinn í dag 20. mars.

Ísafjarðarbær á þrjá kjörna landsþingsfulltrúa, sem jafnframt hafa atvæðisrétt. Það eru þau Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Steinunn Guðný Einarsdóttir. Þá eru framkvæmdastjórar sveitarfélaga með málfrelsi á þinginu.

Á dagskrá þingsins, fyrir utan hefðbundin þingstörf, eru ávörp frá innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra og kynningar á stöðu fjármála sveitarfélaga vegna kjarasamninga og breytingum á Jöfnunarsjóði. Þá eru lagðar fram tillögur frá þingfulltrúum.

Þá mun Heiða Björg Hilmisdóttir núverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga láta af formennsku í dag. Tillaga um hægt víkja formanni frá störfum var lögð fram á þinginu, en talsverð óánægja hefur ríkt með Heiðu Björg sem formann að undanförnu.

Nafnalisti

  • Gylfi Ólafssonforstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
  • Heiða Björgvaraformaður Samfylkingarinnar
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttirframkvæmdastjóri Borea Adventures
  • Steinunn Guðný Einarsdóttirvarabæjarfulltrúi

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 128 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,43.