Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla
Rafn Ágúst Ragnarsson
2025-03-29 18:06
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Danir mótmæltu ásælni Bandaríkjanna í Grænland fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag, og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins segir um skrítna tíma að ræða fyrir grænlensku þjóðina, og að þögn annarra ríkja um framgöngu Bandaríkjanna komi á óvart.
Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Þar segjum við einnig frá hörmulegum afleiðingum jarðskjálftans sem reið yfir Mjanmar í gær. Fjöldi ríkja hefur heitið aðstoð og sent vistir og björgunarfólk til landsins, en aðstæður eru víða erfiðar til björgunar.
Í kvöldfréttatímanum segjum við einnig frá nýju fyrirkomulagi varðandi leigubíla, sem ætlað er að auka traust farþega til bílstjóra, sýnum frá tíu tíma maraþontónleikum, kynnum okkur Íslandsleikana og verðum í beinni útsendingu frá Bjórgarðinum, þar sem kemur í ljós hver hlýtur nafnbótina kokkur ársins.
Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, á slaginu hálf sjö.
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 156 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,65.