Tollar munu leggjast á bandarískan Ford pallbíl

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-04-02 21:54

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump hefur fullyrt bílar framleiddir í Bandaríkjunum muni ekki sæta neinum tollum. En málið er ekki svo einfalt.

Enginn bíll er smíðaður eingöngu úr bandarískum íhlutumekki einu sinni pallbíllinn Ford F-150 sem er framleiddur í Bandaríkjunum.

Wall Street Journal birti frétt í dag þar sem það fer yfir framleiðsluferli Ford F-150 og upplýsir hvernig bílaframleiðendur eins og Ford verða fyrir áhrifum af tollum.

Ford F-150 hefur verið mest seldi pallbíllinn í Bandaríkjunum í 48 ár samfleytt, frá árinu 1977 til 2024. Það sem meira er. F-150 var mest selda ökutækið í landinu í 42 ár í röð, frá 1981 til 2023.

Þá tók Toyota RAV 4 fram úr F-150 sem mest selda ökutækið í Bandaríkjunum. Munurinn var lítill, aðeins tæpir 15 þúsund bílar, 475.193 RAV 4 á móti 460.915 F-150.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Ford Fþað farartæki sem bílþjófar lögðu sig helst eftir á árinu 2019
  • RAV 4mest seldi sportjeppi heims
  • Toyota RAVgerð
  • Wall Street Journalbandarískt dagblað

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 149 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 2,14.