Spilin stokkuð á ný

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-08 14:09

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bandaríkjastjórn hóf nýtt tollastríð þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lagði ofurtolla á vörur frá Kanada, Mexíkó og Kína. Svo virðist sem einungis tímaspursmál þar til Bandaríkjastjórn leggi samskonar tolla á vörur frá Evrópusambandinu. Fyrir rúmri viku sagðist Trump stefna því leggja 25% toll á vörur frá Evrópusambandinu.

Sjá einnig]] Staða Íslands í tollastríði Trumps

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, segir margt enn óljóst.

Bandaríkjaforseta finnst greinilega það halli á Bandaríkin í alþjóðaviðskiptum og ef hann telur þetta besta leiðin þá verður bara svo vera, segir Guðmundur Fertram. Þetta mun hinsvegar leiða til þess spilin verði stokkuð á ný og dreift aftur, sem líklegt er leiði til annarskonar viðskiptablokka í heiminum en við þekkjum í dag. Í þessu eru bæði tækifæri og ógnir. Svo er auðvitað óljóst hvernig þetta endar og kannski verða tollarnir lægri en talað er um núna og þá með minni áhrif.

Guðmundur Fertram segist í sjálfu sér ekki hafa verulega áhyggjur af efnahag Íslendinga.

Við erum vön því takast á við miklar sveiflur í okkar hagkerfi og búum m.a. okkar eigin gjaldmiðli sem hjálpar til þar. Ég tel stjórnvöld eigi fylgjast vel með, greina þá atburði sem eiga sér stað og meta áhrif á efnahagslífið, en halda sér til hlés í alþjóðasamskiptum.

Spurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Kerecis ef 25% tollar yrðu lagðir á íslenskar vörur svarar hann. Þeir myndu vissulega hafa áhrif á afkomu okkar en ekki stórvægilega.

Sjá einnig]] Órökrétt stefna Trump

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Guðmundur Fertram SigurjónssonForstjóri og stofnandi Kerecis
  • Kerecisíslenskt lækningavörufyrirtæki

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 295 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 88,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.