Sæki samantekt...
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti ræða næstu skref í vopnahlésumleitunum Úkraínu og Rússlands símleiðis í dag. Rússar saka Úkraínumenn um að reyna að setja friðartillögur Bandaríkjaforseta út af sporinu.
Úkraína samþykkti í síðustu viku fyrir sitt leyti að gera allsherjarvopnahlé í 30 daga og nýta tímann til viðræðna um viðvarandi frið. Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Bandaríkjaforseti ræddu saman símleiðis í gær og féllust á það að láta af árásum á orkumannvirki í Úkraínu í 30 daga, þar sem Pútín vildi ekki samþykkja alhliða vopnahlé.
Zelensky sagði á blaðamannafundi í Finnlandi í morgun að hann muni ræða við Trump Bandaríkjaforseta síðar í dag til að fá upplýsingar um hvað þeim Pútín fór á milli og hver næstu skref verða.
Árásum Rússa á Úkraínu hefur ekki linnt þrátt fyrir samtal Pútíns við Bandaríkjaforseta og segir Zelensky Rússa hafa gengið á bak orða sinna. Rússar hafi meðal annars hafa ráðist á orkuver og tvö sjúkrahús í Úkraínu.
Segja símtal Trump og Pútín skref í átt að sigri Rússa
Eldur kviknaði einnig í olíuvinnslustöð í borginni Krasnodar í Rússlandi eftir að Rússar skutu niður úkraínskan dróna. Talsmaður Rússlands sakaði Úkraínu um að virða ekki hléið á árásum á orkuinnviði með drónaflugi sínu og sagði gagnkvæmt traust ríkja á milli þeirra Pútíns og Trumps. Von þeirra sé að koma samskiptum ríkjanna í gott horf.
Sendinefndir Bandaríkjanna og Rússlands halda til Sádí Arabíu á sunnudag til áframhaldandi vopnahlésviðræðna. Zelensky sagði í morgun að fulltrúar Úkraínu verði einnig á fundinum.
Rússneskir fjölmiðlar hafa margir hverjir greint frá fundi Pútíns og Trumps sem stóru skrefi í átt að sigri fyrir Rússland.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Krasnodarrússneskt lið
- Sádífrábært tækifæri fyrir hann
- Vladimir Pútínforseti Rússlands
- Volodymyr Zelenskyforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 271 eind í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
- Margræðnistuðull var 1,70.