Bendir á ósamræmi í orðum Ásthildar og ráðuneytisins

Ritstjórn mbl.is

2025-03-21 11:12

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Árni Helgason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á misræmi í yfirlýsingu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér í gær og þeirra orða sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir viðhafði í samtali við RÚV í gær þar sem hún skýrði nánar frá máli er leiddi til afsagnar hennar.

Bendir Árni á það í yfirlýsingu sem kom frá forsætisráðuneytinu segi fyrir utan tölvupóstssamskipti hafi engin samskipti verið um málið. Hins vegar segir Ásthildur Lóa í viðtalinu aðstoðarmaður Kristrúnar hafi látið hana nafn og heimilisfang manneskjunnar.

Í viðtali við Rúv segir Ásthildur Lóa aðstoðarmaður forsætisráðherra hafi látið hana hafa upplýsingar um konuna sem sendi bréfið. Þetta er ekki í samræmi við það sem kemur í sérstakri leiðréttingu forsætisráðuneytisins um meintan trúnaðarbrest þar sem segir fyrir utan tölvupóstssamskipti hafi engin önnur samskipti átt sér stað um málið. Hvort er það? Lítur ráðuneytið svo á það teljist ekki samskipti um málið ráðherrann fái nafn og heimilisfang konunnar og fari svo hringja ítrekað í hana og mæta óboðin á heimili hennar? Það er líka áhugavert sjá ráðuneytið tjáir sig ekkert um málið að öðru leyti. Þetta er náttúrulega ein útgáfan af stjórnsýslu, ef forsætisráðherra er sent bréf með upplýsingum um mál sem varða tiltekinn ráðherra, viðkomandi þá eiga von á því sami ráðherra banki upp á heima hjá viðkomandi nokkrum dögum síðar? , spyr Árni í færslunni.

Nafnalisti

  • Árni Helgasonlögmaður
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Kristrúnkaupréttarhafi

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 237 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,82.