Segir fátt nýtt í nýbirtum Kennedy-skjölum
Anna Lilja Þórisdóttir
2025-04-02 15:12
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Yfir 60.000 síður af leynilegum gögnum sem varða morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta voru nýverið gerðar opinberar. Kennedy var skotinn til bana í Dallas í Texas í nóvember 1963.
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun í janúar um að skjölin yrðu gerð opinber. Töluvert af gögnum hefur áður verið birt en öðrum verið haldið leyndum af þjóðaröryggisástæðum. Margir biðu eftir þessu með eftirvæntingu enda hefur morðið orðið uppspretta ófárra samsæriskenninga á því rúmlega 61 ári sem liðið er síðan.
Hulda Þórisdóttir RÚV/Anna Lilja Þórisdóttir
Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, hefur rannsakað sálfræði samsæriskenninga. Hún heldur líka úti hlaðvarpinu Skuggavaldið ásamt Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi og þar hafa þau meðal annars fjallað um Kennedy-fjölskylduna sem stundum hefur verið kölluð konungsfjölskylda Bandaríkjanna. Rætt var við Hulgu í Samfélaginu á Rás 1.
Ómótstæðileg blanda gæfu og ógæfu
„Ég held að það sé þetta samspil þessarar miklu gæfu, frama og valda og þessarar ógæfu sem eltir fjölskylduna á röndum,“ svarar Hulda spurð hvers vegna þessi fjölskylda veki svona mikinn áhuga.
Er þetta einhver ómótstæðileg blanda gæfu og ógæfu? „ Já, það má segja það.“
Morðið á Kennedy forseta var framið fyrir allra augum en engu að síður spretta strax upp óteljandi samsæriskenningar, af hverju? „ Það eru nokkrar ástæður. En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem morð á Bandaríkjaforseta getur af sér samsæriskenningar.“
Það gerðist til dæmis þegar Abraham Lincoln var myrtur.
Hulda segir að þegar Kennedy var myrtur hafi stjórnvöld verið mjög meðvituð um að samsæriskenningar færu á kreik. „Þess vegna brugðust þau skjótt við, voru með rannsókn strax og gáfu út viðamikla skýrslu.“
Hulda segir að það hafi lítið slegið á samsæriskenningarnar. Margir hafi spurt hvað lægi á, hvort tilgangurinn væri að fela eitthvað.
Þá hafi það þótt með ólíkindum að Lee Harvey Oswald, banamaður Kennedys, var skotinn til bana tveimur dögum eftir morðið. „Að Oswald, þessi hálfgerði ógæfumaður, hafi skipulagt þennan stóra verknað einn og verið síðan myrtur af klúbbeiganda í Texas, Jack Ruby, og þar með fáum við aldrei sannleikann upp á yfirborðið.“
Við viljum jafnvægi á milli orsakar og afleiðingar
Hulda segir að margt fólk eigi erfitt með að sætta sig við að stórir atburðir sem hafi miklar afleiðingar eigi sér lítilfjörlegar orsakir. „Að 24 ára, heldur misheppnaður gaur, hafi tekið það í sig að myrða JFK. Við viljum sjá jafnvægi milli þess hversu stór afleiðing er og hversu stór orsökin er.“
Að mati Huldu kemur fremur fátt nýtt fram í þessum 60.000 síðum sem leynd var létt af á dögunum. „Það kom ekkert nýtt fram frá CIA [leyniþjónustu Bandaríkjanna] en hvort það er vegna þess að þau eiga ekki eftir að birta neitt eða eru enn að fara yfir skjölin, því átta ég mig ekki alveg á. Að mörgu leyti eru þessi skjöl ekki að segja neitt nýtt, heldur gefa stundum fyllri mynd af því sem þegar hefur verið birt. En kannski það helsta sem kemur nýtt fram er að CIA hafði meiri augastað á Lee Harvey Oswald en áður hefur komið fram. Og það er hugsanlega vandræðalegt fyrir CIA að hafa ekki verið búnir að stöðva hann.“
Annað sem Hulda segir að sé nýtt í nýbirtu skjölunum er að Schlesinger, sem var aðstoðarmaður Kennedys, hafði lýst yfir áhyggjum af fullmikilli íhlutun CIA í utanríkismál Bandaríkjanna og viðveru fulltrúa leyniþjónustunnar í sendiráðum.
Það er rúmt 61 ár síðan John F. Kennedy var myrtur í Dallas í Texas. Verður einhvern tímann settur punktur við þetta mál? „ Þetta mál mun halda áfram að lifa þó endurómurinn af því verði daufari eftir því sem tímanum vindur fram. Þetta er ekki að hverfa á næstu áratugum.“
Nafnalisti
- Abraham Lincolnþáverandi forseti
- Anna Lilja Þórisdóttirfréttamaður
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Eiríkur Bergmannprófessor í stjórnmálafræði
- Hulda Þórisdóttirdósent í stjórnmálafræði
- Jack Rubybanamaður Lees Harveys Oswalds
- JFKfjölfarnasti alþjóðaflugvöllur Bandaríkjanna
- John F. Kennedyfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
- John F. Kennedy Bandaríkjaforsetaenskur spennusagnahöfundur
- Lee Harvey Oswaldungur Bandaríkjamaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 645 eindir í 37 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 33 málsgreinar eða 89,2%.
- Margræðnistuðull var 1,76.