Verðum háð olíu næstu hundrað árin

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-04-03 08:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, var fyrir skömmu spurður því hvort ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir því farið yrði í nýtt olíuleitarútboð. Sagði hann það ekki vera á dagskrá og bætti því við stóra verkefnið núna væri fasa út jarðefnaeldsneyti en ekki leita og vinna meira jarðefnaeldsneyti. Tækifæri Íslands í orkumálum fælust auðvitað fyrst og fremst í nýtingu á endurnýtanlegri orku.

Sjá einnig]] Hefur Ísland efni á leita ekki olíu?

Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnarformaður Eykon Energy, segir engan veginn raunhæft stóra verkefni núna fasa út jarðefnaeldsneyti, eins og ráðherra komst orði.

Allar skýrslur sem fólk kærir sig um lesa, sýna við erum mjög háð jarðefnaeldsneyti og verðum það næstu hundrað árin. Það er alveg sama hvað menn ætla sér í endurnýjanlegum orkugjöfumEvrópa er búið eyða níu trilljónum dollara í grænka hjá sér kerfið. Engu að síður er það þannig Evrópuríki komast ekki hjá því nota gríðarlega mikið af gasi og olíu því það er eini orkugjafinn sem í raun og veru býr til stöðuga orku. Sól og vindur er óstöðug orka, þannig það er ekki hægt reiða sig á þá orkugjafa.

Það er alveg sama hvaða skýrslur fólk skoðar, hvort það er frá Alþjóðaorkumálastofnuninni í París eða stærstu greinendum á þessu sviði, niðurstaðan er það er ekki fræðilegur möguleiki fasa út allt jarðefnaeldsneyti á þessari öld, hvað þá á næstu árum, segir Heiðar.

Bergþór Ólason, formaður þingflokks Miðflokksins, tók málið upp og sagðist þeirrar skoðunar rannsóknir á Drekasvæðinu ættu hafa sinn gang burtséð frá þróun orkuskipta. Aðrir stjórnmálaflokkar hafa lítið tjáð sig um málið fram þessu.

Það er alveg ljóst fólk þarf komast niður á jörðina í þessum málum og skoða veruleikann eins og hann er, segir Heiðar. Núna eru lönd heimsins og Evrópa þar með talinn fara beygja af þessari ofsafengnu leitni í skipta alfarið úr orkugjöfum sem byggja á jarðefnaeldsneyti. Fyrir það fyrsta þá er tæknin ekki til staðar og kostnaðurinn óheyrilegur.

Það er engin tilviljun iðnaðarframleiðsla í Þýskalandi er á hröðu undanhaldi. Iðnaðarframleiðsla í Norður-Evrópu hefur minnkað síðasta áratug og er beinn kostnaður af því geta ekki boðið upp á hagkvæma orku á viðráðanlegu verði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.

Nafnalisti

  • Bergþór Ólasonþingmaður Miðflokksins
  • Eykon Energyolíuleitarfyrirtæki
  • Heiðar Guðjónssonfráfarandi forstjóri Sýnar
  • Jóhann Páll Jóhannssonfyrrverandi blaðamaður á Stundinni

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 428 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 94,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.