Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“
Ritstjórn DV
2025-04-03 08:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir ýmislegt benda til þess að eitthvað sé að breytast á Reykjanesskaganum í kjölfar jarðhræringanna og eldgossins sem hófst í fyrradag en stóð stutt yfir.
Þorvaldur er í viðtali um stöðu mála í Morgunblaðinu í dag.
„Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir en þetta leggst þannig í mig að eitthvað sé að breytast þarna og við getum þess vegna búist við einhverjum óvæntum atburðum á næstunni út af þessu. Þetta er öðruvísi mynstur sem við erum að horfa á og öðruvísi atburðir,“ segir hann við blaðið.
Hann segir að það kæmi honum ekki á óvart ef endalokin á atburðunum við Sundhnúka væru handan við hornið og eldvirknin færi sig annað.
„Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta sem við erum að sjá núna væru endalokin á atburðunum á Sundhnúkahrinunni hvað eldvirkni varðar og að eldvirknin færði sig til. Jafnvel út á Reykjanes eða austur í Krýsuvík,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem nánar er rætt við hann.
Nafnalisti
- Þorvaldur Þórðarsonprófessor í eldfjallafræði
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 176 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,73.