Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að 10% lágmarkstollur yrði lagður á allar innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna sæta því 10% tolli og sleppur Ísland því betur en Evrópusambandið.
Þetta staðfestir Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is.
„Þetta er yfirlýsing okkar um efnahagslegt sjálfstæði,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um tollana fyrr í kvöld.
Þar að auki tilkynnti hann um umfangsmikla gagntolla á þjóðir sem eru með háa tolla á Bandaríkin. Á þeim lista er til dæmis Evrópusambandið og munu innflutningsvörur frá Evrópusambandinu sæta 20% tolli.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Ingileif Friðriksdóttirsjónvarps- og fjölmiðlakona
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 99 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,61.