Stjórnmál

Kristrún: Fáheyrt að vinna svona hratt

Ritstjórn mbl.is

2025-03-31 14:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrstu 100 dögum ríkisstjórnarinnar hafi bæði gengið hratt og vel afgreiða mál úr ríkisstjórninni og til þingsins. Af alls 81 frumvarpi, sem hafi verið sett í þingmálaskrá, séu 70 þeirra komin til þingsins.

Það er stór dagur í dag, hundrað daga verkstjórn, og svona til marks um það þá hefur gengið alveg ofboðslega hratt og vel afgreiða mál út úr ríkisstjórninni og inn í þingið, sagði Kristrún á blaðamannafundi sem hún boðaði til eftir hádegi ásamt leiðtogum ríkisstjórnarflokkana, þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Á fundinum var farið yfir fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar og þær áherslur sem birtast í fjármálaætlun til næstu fimm ára.

Mörg stór mál

Kristrún benti á 81 frumvarp hefði verið sett í þingmálaskrána og eftir daginn í dag þá verða sjötíu mál komin inn til þingsins. Og fjöldinn allur af stórum málum þarna og von á enn þá fleirum í vikunni. Og þetta, myndi ég segja, þó sumir hafi meiri reynslu af þessu en ég, er fáheyrt okkur takist vinna svona hratt.

Kristrún vék einnig fjármálaáætlun til fimm ára sem var lögð fram í morgun. Það áætlun um öryggi og innviði landsins. Hún taki mið af því þjóðin lifi á breyttum tímum.

Verða geta brugðist við áföllum

Á nokkrum vikum þá hafa orðið mjög miklar sviptingar á alþjóðasviðinu og það er miklu mikilvægara en áður, þó það hafi auðvitað alltaf verið mikilvægt, en miklu mikilvægara en áður undirstöðurnar hérna heima séu sterkar svo við getum brugðist við áföllum. Innviðirnir verða vera sterkir, ríkissjóður verður vera sjálfbær, heimilin verða vera fjárhagslega trygg og svo þurfum við líka bara almennt huga öryggisvitund þjóðarinnar og vörnum landsins. Og það er útgangspunkturinn í þessari fjármálaáætlun.

Þá benti Kristún á ríkisstjórnin hafi þegar á þessum 100 dögum tekið bæði stórar og erfiðar ákvarðanir til tryggja fyrrgreinda stöðu.

Hallalaus fjárlög voru ekki í augsýn

Fjármálaráðherra fór yfir í morgun við ætlum skila hallalausum fjárlögum 2027. Þetta er ári fyrr en upphafsmarkmið fyrri ríkisstjórnar. Og svo ég tali bara hreina íslensku, þegar við tókum við stjórn hérna fyrir áramót þá voru hallalaus fjárlög ekki í augsýn. Það var bara það mikið af ófjármögnuðum loforðum sem höfðu verið lögfest af hálfu síðustu ríkisstjórnar sem höfðu skilað sér í því þetta var einfaldlega ekki í augsýn, sagði ráðherra.

Kristrún benti enn fremur á búið væri taka upp nýtt verklag, eins og fjármálaráðherra hafði farið yfir í morgun, það er að segja það væru engar óútfærðar aðhaldsráðstafanir í áætluninni.

Komið í veg fyrir flatt aðhald

Þetta þýðir einfaldlega við erum búin finna ábyrgð hvers og eins ráðuneytis á stökum verkefnum í hagræðingu til tryggja af þeim verði og koma í veg fyrir við förum í flatt aðhald sem skilar sér mjög oft í því það er vegið á fjárfestingu og þess háttar, og það viljum við alls ekki.

Nafnalisti

  • Inga Sælandformaður
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 536 eindir í 24 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,72.