Stjórnmál

Sam­þykkja veru­lega aukin út­gjöld til varnar­mála

Hólmfríður Gísladóttir

2025-03-07 06:52

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra.

Leiðtogar Evrópuríkjanna áttu neyðarfund í Brussel í gær, þar sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði meðal annars harkaleg viðbrögð Rússa við því vera kallaðir tilvistarleg ógn við Evrópu væri aðeins til marks um þeir hefðu verið afhjúpaðir.

Macron, sem hafði áður sagt Rússar virtu ekki landamæri, sagði Rússa sannleikanum sárastir.

Leiðtogarnir samþykktu einnig yfirlýsingu til stuðnings Úkraínu og gegn afstöðu Bandaríkjamanna í svokölluðum friðarviðræðum, þar sem þeir hafa gert mikið úr friðarvilja Rússa en sett Úkraínu sjálfa og Evrópuríkin á bekkinn.

Það geta ekki átt sér stað neinar viðræður um Úkraínu án Úkraínu, segir í yfirlýsingunni.

Athygli vekur einn leiðtogi, Viktor Orban forseti Ungverjalands, ákvað leggja ekki stuðning sinn við yfirlýsinguna. Orban er og hefur verð mjög hallur undir Valdimir Pútín Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sótti fundinn í gær og sagði meðal annars það væri forsenda viðræðna Rússar væru raunverulega reiðubúnir til binda enda á stríðsrekstur sinn. Hann benti á þeir væru enn auka útgjöld til hermála og bæta í heraflann.

Það verður undir Evrópuríkjunum sjálfum komið hvort umrædd 800 milljarða evra aukning til varnarmála verður veruleika en um er ræða blöndu af lánaleið og aukinn sveigjanleika til handa ríkjunum til auka útgjöld sín.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Emmanuel Macronforseti
  • Valdimir Pútínforseti Rússlands
  • Viktor Orbanforsætisráðherra
  • Vólódímír Selenskíforseti Úkraínu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 239 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 50,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,74.