Fasteignagjöld víða hærri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu
Hugrún Hannesdóttir Diego
2025-03-30 04:31
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Meðalupphæð fasteignagjalda mælist 6,9 prósent hærri en á síðasta ári og hækkunin er að mestu bundin við landsbyggðina. Í skýrslu Byggðastofnunar segir að fasteignagjöld viðmiðunareignar, um 160 fermetra einbýlishús, hafi hækkað um 1,3 prósent mili ára innan höfuðborgarsvæðisins en níu prósent utan þess.
Byggðastofnun segir þetta vera í fyrsta sinn sem fasteignagjöld viðmiðunareignar í greiningunni mælast almennt hærri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir lægra fasteignamat.
Fasteignagjöld hæst á Egilstöðum og Selfossi
Meðaltal fasteignagjalda á höfuðborgarsvæðinu er 485 þúsund krónur. Það er á bilinu 441.400 til 527.600 krónur í öðrum landshlutum, hæst á Suðurlandi og lægst á Vestfjörðum.
Heildarfasteignagjöld viðmiðunareignar árið 2025 mældust hæst á Egilstöðum, 721 þúsund krónur, og Selfossi, 718 þúsund krónur. Þau voru lægst á Bakkafirði, Kópaskeri og Raufarhöfn, eða á bilinu 186 þúsund til 229 þúsund krónur.
Fasteignamat 3,2 prósentum hærra en í fyrra
Heildarfasteignamat viðmiðunareignar var að meðaltali 67,1 milljón króna. Það var hins vegar mjög mismunandi eftir því hvar á landinu fasteignin var. Í skýrslunni segir að fasteignamat sé hæst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem meðaltal á matssvæðum var 113,3 milljónir króna.
Utan þess var það hæst á Akureyri þar sem fasteignamat viðmiðunareignar á matssvæðum var á bilinu 84 til 93 milljónir. Lægsta meðalfasteignamat mældist á Vestfjörðum og Austurlandi, eða 42 og 42,5 milljónir króna.
Heildarfasteignamat allra íbúðareigna hækkaði um 3,2 prósent milli ára, 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og 6,6 prósent utan þess. Mesta hlutfallslega hækkun fasteignamats viðmiðunareignar var 34,1 prósent á Breiðdalsvík.
Upplýsingar í skýrslu Byggðastofnunar byggja á útreikningum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Nafnalisti
- Heildarfasteignagjöldsvæðið vestan við Nesveg 14
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 242 eindir í 17 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 82,4%.
- Margræðnistuðull var 1,80.