Stjórnmál

Ríkisstjórn Serbíu fer frá í skugga mótmæla

Þorgrímur Kári Snævarr

2025-03-20 01:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Serbneska þingið samþykkti formlega afsögn forsætisráðherrans Miloš Vučević og ríkisstjórnar hans í gær, á miðvikudag. Vučević tilkynnti afsögn sína undir lok janúar vegna fjöldamótmæla sem brutust út gegn stjórn landsins í kjölfar lestarslyss í Novi Sad í nóvember þar sem fimmtán manns létust.

Mótmælin, sem enn eru yfirstandandi, beinast í miklum mæli gegn stjórn Aleksandars Vučić forseta, sem er bandamaður Vučević. Mótmælendur telja lestarslysið sýna fram á spillingu og skort á sérfræðieftirliti við endurbætur lestarstöðvarinnar, sem voru styrktar af kínverska þróunarverkefninu Belti og braut.

Mótmælendurnir hafa krafist birtingar allra opinberra gagna um endurbætur á járnbrautunum en aðeins lítill hluti þeirra hefur verið gerður aðgengilegur.

Vučić hefur þrjátíu daga til tilnefna nýja stjórn. Ef það tekst ekki er líklegt þing verði rofið og boðað til nýrra kosninga í Serbíu.

Fundaði með Trump yngri

Stuttu áður en afsögn Vučević var staðfest átti Vučić fund með Donald Trump yngri, syni Trumps Bandaríkjaforseta. Trump yngri var staddur í Serbíu á sama tíma og fjölskylda hans stóð í samningum um byggingu hótels í eigu Trump-veldisins í Belgrad.

Til stendur byggja hótelið á lóð fyrrum húsnæðis varnarmálaráðuneytis Júgóslavíu, sem varð fyrir sprengjuárásum Atlantshafsbandalagsins árið 1999. Stjórnarandstöðuleiðtogar telja bygginguna hafa táknrænt gildi og eru ekki sáttir við lóðin verði afhent bandarískum fasteignajöfrum í gróðaleit.

Þrátt fyrir vera ekki staddur í Serbíu í opinberum erindagjörðum ítrekaði Trump yngri stuðning stjórnar föður síns við Vučić og gagnrýndi mótmælin gegn honum. Talsmaður Trumps yngri hafnaði því hagsmunaárekstur hefði átt sér stað þótt hann fundaði með Vučić sem fulltrúi stjórnvalda á sama tíma og fyrirtæki sem hann stýrir á í samningaviðræðum um hótelbygginguna.

Nafnalisti

  • Aleksandars Vučić
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Miloš Vučevićvarnarmálaráðherra Serbíu
  • Novi Sadborg
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 277 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,75.