Saka Khalil um að leyna störfum sínum hjá UNRWA
Þorgrímur Kári Snævarr
2025-03-24 04:47
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Bandaríkjastjórn sakaði í gær Mahmoud Khalil, einn leiðtoga stúdentamótmælanna í Columbia-háskóla, um að hafa leynt því að hann hefði unnið fyrir Palestínuhjálp Sameinuðu þjóðanna þegar hann sótti um dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Stjórnin færir rök fyrir því að grundvöllur sé til að vísa Khalil úr landi með vísan til þessa.
Mahmoud Khalil var handtekinn af innflytjendalögreglu þann 8. mars þrátt fyrir að vera með grænt kort sem veitir heimild til fastrar búsetu í Bandaríkjunum. Hann hefur hvorki verið sakaður um né ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi og stuðningsmenn hans hafa sakað stjórn Donalds Trump um að brjóta gegn tjáningarfrelsi hans með handtöku hans.
Dómstóll í New York stöðvaði fyrirhugaða brottvísun Khalilsþann 11. mars á meðan kæra hans gegn handtökunni er tekin til umfjöllunar.
Ísraelar hafa sakað tólf starfsmenn UNRWA um þátttöku í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Bandaríkin hættu að fjármagna samtökin vegna þessarar ásökunar. Í ágúst komst rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að níu starfsnenn UNWRA af um 32.000 hafi hugsanlega átt hlut að máli í árásinni.
Í skýrslu sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar skiluðu til dómstólsins á sunnudag var vísað til þess að Khalil hefði ekki tilgreint að hann hefði verið stjórnmálafulltrúi hjá UNRWA þegar hann sótti um búsetuleyfi í Bandaríkjunum. Þá var Khalil sakaður um að hafa „hulið aðild að tilteknum samtökum“.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Mahmoud Khalil
- PalestínuhjálpUNRWA
- UNRWAmeginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem ríkir meðal almennra borgara
- UNWRAein mikilvægasta stoð daglegs lífs á Gaza
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 217 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.