Gamalt kónganafn frá Víetnam

Ritstjórn mbl.is

2025-03-28 07:19

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Nguyen er mjög algengt ættarnafn í Víetnam og kemur frá sjálfum kónginum sem var uppi á 11. eða 12. öld, segir Elísabet Nguyen um algengasta ættarnafn á Íslandi.

Í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, vegna fyrirspurnar Jóns Gnarr um hvaða ættarnafn algengast á Íslandi, kemur fram 615 manns beri ættarnafnið Nguyen og er það algengasta ættarnafnið hér á landi. Næst þar á eftir kemur ættarnafnið Blöndal.

Elísabet segir það erfitt bera Nguyen fram á Íslensku en Núgen geti komist næst því.

Spurð hvort þau sem bera þetta nafn á Íslandi séu ein fjölskylda eða fleiri, segir Elísabet þetta ættarnafn eigi sér langa sögu og því séu ekki allir skyldir sem beri nafnið, ekki frekar en Björnsdóttir eða Björnsson þurfi vera skyld.

Víetnamskar fjölskyldur halda vel saman á Íslandi og við höldum ekki ættarmót eins og Íslendingar gera sem koma saman án þess allir þekkist. Okkar ættarmót eru meðal þeirra sem þekkjast vel og eru í nánu sambandi.

Lesa meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nafnalisti

  • Elísabet Nguyen
  • Jón Gnarrleikari og fyrrverandi borgarstjóri
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 186 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,77.