Björgunarsveitarfólki ógnað með byssu

Sólveig Klara Ragnarsdóttir

2025-04-01 11:25

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Björgunarsveitarmönnum sem unnu rýmingu Grindavíkurbæjar í morgun vegna yfirvofandi eldgoss var ógnað af fólki sem ekki vildi yfirgefa bæinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þeim ógnað með byssu.

Björgunarsveitarfólkið þáði áfallahjálp frá Rauða Krossi Íslands eftir atvikið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segist hafa heyrt af því fólki hafi verið ógnað en vísar annars á lögreglu.

Átta einstaklingar neituðu yfirgefa Grindavík í morgun og ákváðu vera eftir. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði lögregluna ekki þvinga fólk til rýma og þekkt einhverjir taki þessa afstöðu við rýmingu.

Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri Ríkislöreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu björgunarsveitarmönnum hafi verið ógnað með skotvopni og sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð til. Hún segir ekki hægt veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Nafnalisti

  • Helena Rós Sturludóttirsamskiptastjóri Ríkislögreglustjóra
  • Jón Þór Víglundssonupplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl. is
  • Úlfar Lúðvíkssonlögreglustjóri

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 134 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,45.