Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali

Helgi Fannar Sigurðsson

2025-04-01 11:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Cristiano yngri, sonur Ronaldo, getur valið um spila fyrir þrjú landslið í framtíðinni, nái hann svo langt.

Cristiano yngri er mikið efni og spilar með yngri liðum Al-Nassr, þar sem pabbi hans spilar í dag. Hann hefur einnig verið hjá Juventus og Manchester United, þegar Cristiano eldri spilaði þar.

Ekki er ólíklegt Cristiano yngri, sem verður 15 ára í sumar, nái langt í boltanum í framtíðinni en þá geta þrjú landslið barist um þjónustu hans.

Hann getur augljóslega spilað fyrir Portúgal, þar sem faðir hans er þaðan, en einnig Spán þar sem hann bjó þar í meira en þrjú ár áður en hann varð tíu ára.

Einnig vekur athygli Cristiano yngri getur valið leika fyrir Bandaríkin í framtíðinni, en hann er fæddur þar.

Nafnalisti

  • Al-Nassrsádiarabískt félag
  • Cristianofrábær leikmaður
  • Manchester Unitedenskt knattspyrnufélag
  • Ronaldobrasilísk goðsögn

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 142 eindir í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 66,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,82.