Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu
Dóra Júlía Agnarsdóttir
2025-04-01 11:31
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Verkið Fjallabak var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld fyrir troðfullum sal gesta. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee kvikmyndina Brokeback Mountain eftir sögunni. Í pistlinum má sjá stiklu úr leikritinu.
Hér má sjá stikluna:
„Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldra. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og erfiðleikana í umhverfi þeirra,“ segir í texta frá Borgarleikhúsinu.
Björn Stefánsson og Hjörtur Jóhann Jónsson fara með hlutverk Ennis og Jack en með önnur hlutverk fara þau Hilmir Snær Guðnason, Esther Talía Casey og Íris Tanja Flygenring. Valur Freyr Einarsson er leikstjóri og lifandi tónlist sýningarinnar er í höndum Guðmundar Péturssonar og Þorsteins Einarssonar.
Nafnalisti
- Ang Leeleikstjóri
- Annie Proulxrithöfundur
- Björn Stefánssonleikari
- Brokeback Mountainkvikmynd
- Esther Talía Caseyleikkona
- Guðmundur Péturssontónlistarmaður
- Hilmir Snær Guðnasonleikari
- Hjörtur Jóhann Jónssonleikari
- Íris Tanja Flygenringleikkona
- Jacksonur
- Valur Freyr Einarssonleikari
- Þorsteinn Einarssonhæstaréttarlögmaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 143 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,55.