Jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu

Þórdís Arnljótsdóttir

2025-04-03 18:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Öflugir skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu um sexleytið. Stærsti skjálftinn í hrinunni var 3,6 stærð samkvæmt fyrsta mati. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Nokkrir skjálftar yfir þremur stærð hafa mælst í hrinunni.

Veðurstofa Íslands

Upptökin voru austur af Trölladyngju, á milli Kleifarvatns og Trölladyngju. Skjálftarnir urðu ekki á kvikuganginum en eru líklega gikkskjálftar af völdum kvikugangsins. Mikið álag er á mælakerfi Veðurstofunnar.

Fréttin var uppfærð eftir tilkynning barst frá Veðurstofunni.

Nafnalisti

  • Veðurstofa Íslandstengiliður Íslands við milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í umboði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 84 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,54.