Stjórnmál

Sambandið sendir leiðréttingu vegna launa Heiðu Bjargar

Ritstjórn mbl.is

2025-03-09 11:20

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns. Segir þar ekki rétt launakjör hennar hafi hækkað um 170% á síðustu árum.

Í tilkynningunni segir þær tölur sem hafa birst í fjölmiðlum og Sambandið gaf frá sér upphaflega gefi ekki rétta mynd af launaþróun formanns Sambandsins.

Morgunblaðið greindi frá því í gær laun formannsins hefðu hækkað um 170% á tveimur árum.

Launakerfi breytt

Í tilkynningu Sambandsins segir breytingar hafi orðið á launakerfi formanns og stjórnar sem tóku í gildi í byrjun árs 2024.

Fyrir breytingarnar hlaut formaður tvöföld stjórnarlaun fyrir setu í stjórn auk yfirvinnugreiðslna, sem voru að jafnaði 40 yfirvinnutímar á mánuði.

Segir þessar yfirvinnugreiðslur hafi hins vegar ekki verið teknar saman í þeim tölum sem Sambandið sendi upphaflega frá sér og gæfu því ekki rétta mynd af heildarkjörum formannsins áður en breytingar voru gerðar.

Frá og með árinu 2024 er engin yfirvinna greidd fyrir aukavinnu eða aukafundi. Formanni er greidd föst upphæð sem nemur 50% af þingfararkaupi, enda er um umfangsmikið starf ræða.

Mikil aukning funda

Í tilkynningunni segir mikil aukning hafi orðið í fundarhöldum stjórnar Sambandsins undanfarin ár.

Áður hafi þeir verið um 1011 fundir á ári, en árið 2023 voru þeir 24 og árið 2024 voru þeir 20.

Þá hafa þegar 11 fundir farið fram á þessu ári. Gert er ráð fyrir fundir á árinu 2025 verði um 26.

Til viðbótar við stjórnarfundi fundar formaður reglulega með starfsfólki Sambandsins, sem og með bæjarstjórum og fulltrúum sveitarfélaga um land allt. Formaður situr einnig einnig fjöldan allan af ráðstefnum þar sem flutt eru ávörp í nafni Sambandsins. Að auki á formaður sæti í Þjóðhagsráði og Samstarfsráði ríkis og sveitarfélaga, þar sem unnið er stefnumálum sveitarfélaga.

Í tilkynningunni segir á sama tíma og kjörum formanns og stjórnar var breytt var innleitt nýtt skipurit þar sem samninganefnd var færð beint undir stjórnina, sem hafi aukið vinnu stjórnar og formanns við kjarasamningsgerð.

50% starf

Segir breyting á kjörum stjórnar og formanns var samþykkt í stjórn Sambandsins eftir vinnu starfskjaranefndar sem tók allt framangreint inn í sína umræðu.

Mat starfskjaranefndar var vinna formanns Sambandsins samsvari um 50% starfi.

Það er því ekki rétt laun formanns hafi hækkað um 170% frá árinu 2023. Sambandi íslenskra sveitarfélaga þykir miður rangar upplýsingar hafi farið út um kjör formanns á árunum 20222023 og biðst innilegrar velvirðingar á því.

Tilkynningunni fylgir yfirlit yfir laun formannsins síðustu ár og fjöldi funda.

Nafnalisti

  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 445 eindir í 25 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 24 málsgreinar eða 96,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,80.