Sæki samantekt...
Brasilíska knattspyrnusambandið er að horfa á tvo einstaklinga sem gætu tekið við fyrir HM 2026 í Bandaríkjunum.
Frá þessu greina nokkrir miðlar en annar aðilinn er Carlo Ancelotti sem hefur náð frábærum árangri með Real Madrid.
Ancelotti hefur sjálfur sagt að hann sé aðeins að einbeita sér að Real og er ekki að horfa í það að færa sig um set.
Hinn aðilinn er maður að nafni Jorge Jesus sem er í dag stjóri Al-Hilal í Sádi Arabíu en gerði garðinn frægan með Benfica í Portúgal.
Dorival Junior var síðasti landsliðsþjálfari Brasilíu en hann var rekinn eftir 4–1 tap gegn Argentínu í undankeppni HM á dögunum.
Nafnalisti
- Al-Hilalsádiarabískt félag
- Benficaportúgalskt stórlið
- Carlo Ancelottiknattspyrnustjóri Real Madrid
- Dorival Juniorlandsliðsþjálfari Brasilíu
- Jorge Jesusknattspyrnustjóri Benfica
- RealMadrídarlið
- Sádi Arabíueinræðisríki
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 107 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,88.